Saksóknarar rannsaka mann sem sankaði að sér hreinlætisvörum Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 11:53 Víða um heim hafa hreinlætisvörur eins og sótthreinsiefni selst upp. AP/Nam Y. Huh Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Saksóknarar í Tennessee í Bandaríkjunum hófu nýverið rannsókn á manni sem hafði sankað að sér gífurlegum birgðum af hreinsunarvörum og reyndi að selja þær á netinu með gífurlegri álagningu. Þann fyrsta mars, degi eftir að fyrsta dauðsfallið vegna nýju kórónuveirunnar var staðfest í Bandaríkjunum byrjuðu Matt Colvin og bróðir hans að sanka að vörum. Þeir vörðu þremur dögum í að keyra um ríkið og Kentucky og kaupa allt sótthreinsiefni sem þeir komu höndum yfir. Síðan reyndu þeir að selja sótthreinsiefnið á Amazon með mikilli álagningu. Amazon lokaði þó fljótt á slíka sölu og varaði við því að fólk sem reyndi að hagnast á faraldrinum yrði bannað af fyrirtækinu. Þá kvartaði Colvin yfir því í viðtali við New York Times að hann ætti 17.700 brúsa af sótthreinsiefni og gæti hvergi selt það. Colvin er líklegast einn margra í svipaðri sögu en hann varð fyrir mikilli heift á netinu og víðar. Meðal annars bárust honum morðhótanir og var hann sakaður um að reyna að hagnast á faraldrinum. Því hét hann að gefa frá sér birgðirnar. Hann leitaði hjá hjálparstarfsmanna kirkjunnar og var tveimur þriðju af birgðum hans dreift til fátækra í Tennessee. Það virðist þó hafa verið of seint, því starfsmenn ríkissaksóknara Tennessee tóku restina af birgðum Colvin og stendur til að senda það til Kentucky. Í öðru samtali við New York Times frá því í gær segist Colvin sjá eftir aðgerðum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því hve umfangsmikill faraldurinn yrði og hve mikill skortur yrði á sótthreinsiefni. Hann brast í grát þegar hann lýsti þeim hótunum sem honum hafði borist og sendi blaðamönnum meðal annars póst þar sem aðili hótaði að myrða fjölskyldu hans. „Það var aldrei ætlun mín að halda nauðsynlegum heilbrigðisvörum frá þeim sem þurfa á þeim að halda,“ sagði Colvin grátandi. Samkvæmt lögum Tennessee er ólöglegt að stunda athæfi sem þetta í neyðarástandi. Mögulega verður Colvin sektaður um þúsund dali.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira