Ótrúlegur leikur Nets og Hawks, afmælisbarnið LeBron fór mikinn og Miami lagði Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 10:00 LeBron James fagnaði 36 ára afmælinu með stæl. Ronald Cortes/Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets unnu ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik. LeBron James er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera á 18. árinu sínu í deildinni og Miami Heat lagði Milwaukee Bucks. Fyrsta tap Atlanta kom gegn Durant og Kyrie Það var ekki mikið um vörn er Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust. Leikurinn endaði 145-141 Nets í vil. Skipti þar sköpum að Nets unnu síðasta fjórðung leiksins með sex stiga mun og þar með leikinn með fjögurra stiga mun. Var þetta fyrsta tap Atlanta á leiktíðinni en þeir hafa sem stendur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Nets hafa unnið þrjá og tapað tveimur. Kevin Durant spilaði alls 35 mínútur í liði Nets og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom þar á eftir með 25 stig og Joe Harris gerði 23. Kevin Durant scored a team-high 33 points on Wednesday, his 300th game with 30+ points. Durant is the 14th NBA player to score 30 or more points in at least 300 games. Michael Jordan (562), Wilt Chamberlain (515), and LeBron James (466) have the most. @EliasSports pic.twitter.com/j1cTjgzrfo— NBA History (@NBAHistory) December 31, 2020 Hjá Atlanta áttu Trae Young og John Collins magnaða leiki sóknarlega en Young skoraði 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Collins skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 22 stig og Cam Reddish með 20. Afmælisbarnið allt í öllu hjá meisturunum Los Angeles Lakers mættu San Antonio Spurs á útivelli og unnu góðan 14 stiga sigur, 121-107. Meistararnir hafa þar með unnið þrjá leiki og tapað tveimur á meðan Spurs hafa unnið tvo og tapað tveimur. Það virðist ekkert ætla að stöðva LeBron James í leit hans að enn einum meistaratitlinum. James er á sínu átjánda ári í deildinni, var að enda við að lenda meistaratitli eftir eitt undarlegasta tímabil í manna minnum og var að hefja nýtt tímabil eftir stysta „sumarfrí“ í sögu deildarinnar. James var einnig að fagna 36 ára afmæli sínu og gerði það með stæl. Hann var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Þar á eftir kom Dannis Schröder með 21 stig og að sjálfsögðu Anthony Davis með 20 stig. Wesley Matthews kom þar á eftir með átján stig. @KingJames' 26 PTS, 5 REB, 8 AST help the @Lakers top SAS on his 36th Birthday! #KiaTipOff20 #NBABDAY pic.twitter.com/ieCofaCLVj— NBA (@NBA) December 31, 2020 Heat hitnuðu undir lokin | Þrenna Giannis dugði ekki Miami Heat vann góðan ellefu stiga sigur á Milwaukee Bucks, 119-108. Leikurinn var í járnum og Bucks yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór allt ofan í hjá Heat sem skoraði 31 stig gegn aðeins 17 hjá Bucks og unnu leikinn því á endanum sannfærandi. Það sem meira er að þá gerðu Heat þetta allt án Jimmy Butler. Tyler Herro og Bam Adebayo fóru fyrir Heat í kvöld. Herro gerði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Bam Adebayo gerði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en Goran Dragić var hins vegar stigahæstur með 26 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni. Bam Adebayo's (@Bam1of1) near triple-double leads the @MiamiHEAT comeback win! #KiaTipOff2022 PTS | 8 REB | 10 AST pic.twitter.com/xlxwpQL9oI— NBA (@NBA) December 31, 2020 Í öðrum leikjum þá skoraði LaMelo Ball 22 stig í óvæntum sigri Hornets á Mavericks. Jaylen Brown átti STÓRLEIK er hann skoraði 42 stig í sigri Boston á Memphis. Brown hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum. Los Angeles Clippers unnu svo sannfærandi sigur á Portland Trail Blazers. Jaylen Brown career-high @FCHWPO goes off for 42 PTS, 7 3PM in just 3 quarters as the @celtics win at home! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/frCkhfcPPo— NBA (@NBA) December 31, 2020 Önnur úrslit Boston Celtics 126 – 107 Memphis Grizzlies Dallas Mavericks 99 – 118 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 128 – 105 Portland Trail Blazers Körfubolti NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Fyrsta tap Atlanta kom gegn Durant og Kyrie Það var ekki mikið um vörn er Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust. Leikurinn endaði 145-141 Nets í vil. Skipti þar sköpum að Nets unnu síðasta fjórðung leiksins með sex stiga mun og þar með leikinn með fjögurra stiga mun. Var þetta fyrsta tap Atlanta á leiktíðinni en þeir hafa sem stendur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Nets hafa unnið þrjá og tapað tveimur. Kevin Durant spilaði alls 35 mínútur í liði Nets og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom þar á eftir með 25 stig og Joe Harris gerði 23. Kevin Durant scored a team-high 33 points on Wednesday, his 300th game with 30+ points. Durant is the 14th NBA player to score 30 or more points in at least 300 games. Michael Jordan (562), Wilt Chamberlain (515), and LeBron James (466) have the most. @EliasSports pic.twitter.com/j1cTjgzrfo— NBA History (@NBAHistory) December 31, 2020 Hjá Atlanta áttu Trae Young og John Collins magnaða leiki sóknarlega en Young skoraði 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Collins skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 22 stig og Cam Reddish með 20. Afmælisbarnið allt í öllu hjá meisturunum Los Angeles Lakers mættu San Antonio Spurs á útivelli og unnu góðan 14 stiga sigur, 121-107. Meistararnir hafa þar með unnið þrjá leiki og tapað tveimur á meðan Spurs hafa unnið tvo og tapað tveimur. Það virðist ekkert ætla að stöðva LeBron James í leit hans að enn einum meistaratitlinum. James er á sínu átjánda ári í deildinni, var að enda við að lenda meistaratitli eftir eitt undarlegasta tímabil í manna minnum og var að hefja nýtt tímabil eftir stysta „sumarfrí“ í sögu deildarinnar. James var einnig að fagna 36 ára afmæli sínu og gerði það með stæl. Hann var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Þar á eftir kom Dannis Schröder með 21 stig og að sjálfsögðu Anthony Davis með 20 stig. Wesley Matthews kom þar á eftir með átján stig. @KingJames' 26 PTS, 5 REB, 8 AST help the @Lakers top SAS on his 36th Birthday! #KiaTipOff20 #NBABDAY pic.twitter.com/ieCofaCLVj— NBA (@NBA) December 31, 2020 Heat hitnuðu undir lokin | Þrenna Giannis dugði ekki Miami Heat vann góðan ellefu stiga sigur á Milwaukee Bucks, 119-108. Leikurinn var í járnum og Bucks yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór allt ofan í hjá Heat sem skoraði 31 stig gegn aðeins 17 hjá Bucks og unnu leikinn því á endanum sannfærandi. Það sem meira er að þá gerðu Heat þetta allt án Jimmy Butler. Tyler Herro og Bam Adebayo fóru fyrir Heat í kvöld. Herro gerði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Bam Adebayo gerði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en Goran Dragić var hins vegar stigahæstur með 26 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni. Bam Adebayo's (@Bam1of1) near triple-double leads the @MiamiHEAT comeback win! #KiaTipOff2022 PTS | 8 REB | 10 AST pic.twitter.com/xlxwpQL9oI— NBA (@NBA) December 31, 2020 Í öðrum leikjum þá skoraði LaMelo Ball 22 stig í óvæntum sigri Hornets á Mavericks. Jaylen Brown átti STÓRLEIK er hann skoraði 42 stig í sigri Boston á Memphis. Brown hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum. Los Angeles Clippers unnu svo sannfærandi sigur á Portland Trail Blazers. Jaylen Brown career-high @FCHWPO goes off for 42 PTS, 7 3PM in just 3 quarters as the @celtics win at home! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/frCkhfcPPo— NBA (@NBA) December 31, 2020 Önnur úrslit Boston Celtics 126 – 107 Memphis Grizzlies Dallas Mavericks 99 – 118 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 128 – 105 Portland Trail Blazers
Körfubolti NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti