Ótrúlegur leikur Nets og Hawks, afmælisbarnið LeBron fór mikinn og Miami lagði Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 10:00 LeBron James fagnaði 36 ára afmælinu með stæl. Ronald Cortes/Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets unnu ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik. LeBron James er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera á 18. árinu sínu í deildinni og Miami Heat lagði Milwaukee Bucks. Fyrsta tap Atlanta kom gegn Durant og Kyrie Það var ekki mikið um vörn er Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust. Leikurinn endaði 145-141 Nets í vil. Skipti þar sköpum að Nets unnu síðasta fjórðung leiksins með sex stiga mun og þar með leikinn með fjögurra stiga mun. Var þetta fyrsta tap Atlanta á leiktíðinni en þeir hafa sem stendur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Nets hafa unnið þrjá og tapað tveimur. Kevin Durant spilaði alls 35 mínútur í liði Nets og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom þar á eftir með 25 stig og Joe Harris gerði 23. Kevin Durant scored a team-high 33 points on Wednesday, his 300th game with 30+ points. Durant is the 14th NBA player to score 30 or more points in at least 300 games. Michael Jordan (562), Wilt Chamberlain (515), and LeBron James (466) have the most. @EliasSports pic.twitter.com/j1cTjgzrfo— NBA History (@NBAHistory) December 31, 2020 Hjá Atlanta áttu Trae Young og John Collins magnaða leiki sóknarlega en Young skoraði 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Collins skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 22 stig og Cam Reddish með 20. Afmælisbarnið allt í öllu hjá meisturunum Los Angeles Lakers mættu San Antonio Spurs á útivelli og unnu góðan 14 stiga sigur, 121-107. Meistararnir hafa þar með unnið þrjá leiki og tapað tveimur á meðan Spurs hafa unnið tvo og tapað tveimur. Það virðist ekkert ætla að stöðva LeBron James í leit hans að enn einum meistaratitlinum. James er á sínu átjánda ári í deildinni, var að enda við að lenda meistaratitli eftir eitt undarlegasta tímabil í manna minnum og var að hefja nýtt tímabil eftir stysta „sumarfrí“ í sögu deildarinnar. James var einnig að fagna 36 ára afmæli sínu og gerði það með stæl. Hann var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Þar á eftir kom Dannis Schröder með 21 stig og að sjálfsögðu Anthony Davis með 20 stig. Wesley Matthews kom þar á eftir með átján stig. @KingJames' 26 PTS, 5 REB, 8 AST help the @Lakers top SAS on his 36th Birthday! #KiaTipOff20 #NBABDAY pic.twitter.com/ieCofaCLVj— NBA (@NBA) December 31, 2020 Heat hitnuðu undir lokin | Þrenna Giannis dugði ekki Miami Heat vann góðan ellefu stiga sigur á Milwaukee Bucks, 119-108. Leikurinn var í járnum og Bucks yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór allt ofan í hjá Heat sem skoraði 31 stig gegn aðeins 17 hjá Bucks og unnu leikinn því á endanum sannfærandi. Það sem meira er að þá gerðu Heat þetta allt án Jimmy Butler. Tyler Herro og Bam Adebayo fóru fyrir Heat í kvöld. Herro gerði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Bam Adebayo gerði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en Goran Dragić var hins vegar stigahæstur með 26 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni. Bam Adebayo's (@Bam1of1) near triple-double leads the @MiamiHEAT comeback win! #KiaTipOff2022 PTS | 8 REB | 10 AST pic.twitter.com/xlxwpQL9oI— NBA (@NBA) December 31, 2020 Í öðrum leikjum þá skoraði LaMelo Ball 22 stig í óvæntum sigri Hornets á Mavericks. Jaylen Brown átti STÓRLEIK er hann skoraði 42 stig í sigri Boston á Memphis. Brown hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum. Los Angeles Clippers unnu svo sannfærandi sigur á Portland Trail Blazers. Jaylen Brown career-high @FCHWPO goes off for 42 PTS, 7 3PM in just 3 quarters as the @celtics win at home! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/frCkhfcPPo— NBA (@NBA) December 31, 2020 Önnur úrslit Boston Celtics 126 – 107 Memphis Grizzlies Dallas Mavericks 99 – 118 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 128 – 105 Portland Trail Blazers Körfubolti NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Fyrsta tap Atlanta kom gegn Durant og Kyrie Það var ekki mikið um vörn er Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust. Leikurinn endaði 145-141 Nets í vil. Skipti þar sköpum að Nets unnu síðasta fjórðung leiksins með sex stiga mun og þar með leikinn með fjögurra stiga mun. Var þetta fyrsta tap Atlanta á leiktíðinni en þeir hafa sem stendur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Nets hafa unnið þrjá og tapað tveimur. Kevin Durant spilaði alls 35 mínútur í liði Nets og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom þar á eftir með 25 stig og Joe Harris gerði 23. Kevin Durant scored a team-high 33 points on Wednesday, his 300th game with 30+ points. Durant is the 14th NBA player to score 30 or more points in at least 300 games. Michael Jordan (562), Wilt Chamberlain (515), and LeBron James (466) have the most. @EliasSports pic.twitter.com/j1cTjgzrfo— NBA History (@NBAHistory) December 31, 2020 Hjá Atlanta áttu Trae Young og John Collins magnaða leiki sóknarlega en Young skoraði 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Collins skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 22 stig og Cam Reddish með 20. Afmælisbarnið allt í öllu hjá meisturunum Los Angeles Lakers mættu San Antonio Spurs á útivelli og unnu góðan 14 stiga sigur, 121-107. Meistararnir hafa þar með unnið þrjá leiki og tapað tveimur á meðan Spurs hafa unnið tvo og tapað tveimur. Það virðist ekkert ætla að stöðva LeBron James í leit hans að enn einum meistaratitlinum. James er á sínu átjánda ári í deildinni, var að enda við að lenda meistaratitli eftir eitt undarlegasta tímabil í manna minnum og var að hefja nýtt tímabil eftir stysta „sumarfrí“ í sögu deildarinnar. James var einnig að fagna 36 ára afmæli sínu og gerði það með stæl. Hann var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Þar á eftir kom Dannis Schröder með 21 stig og að sjálfsögðu Anthony Davis með 20 stig. Wesley Matthews kom þar á eftir með átján stig. @KingJames' 26 PTS, 5 REB, 8 AST help the @Lakers top SAS on his 36th Birthday! #KiaTipOff20 #NBABDAY pic.twitter.com/ieCofaCLVj— NBA (@NBA) December 31, 2020 Heat hitnuðu undir lokin | Þrenna Giannis dugði ekki Miami Heat vann góðan ellefu stiga sigur á Milwaukee Bucks, 119-108. Leikurinn var í járnum og Bucks yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór allt ofan í hjá Heat sem skoraði 31 stig gegn aðeins 17 hjá Bucks og unnu leikinn því á endanum sannfærandi. Það sem meira er að þá gerðu Heat þetta allt án Jimmy Butler. Tyler Herro og Bam Adebayo fóru fyrir Heat í kvöld. Herro gerði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Bam Adebayo gerði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en Goran Dragić var hins vegar stigahæstur með 26 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni. Bam Adebayo's (@Bam1of1) near triple-double leads the @MiamiHEAT comeback win! #KiaTipOff2022 PTS | 8 REB | 10 AST pic.twitter.com/xlxwpQL9oI— NBA (@NBA) December 31, 2020 Í öðrum leikjum þá skoraði LaMelo Ball 22 stig í óvæntum sigri Hornets á Mavericks. Jaylen Brown átti STÓRLEIK er hann skoraði 42 stig í sigri Boston á Memphis. Brown hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum. Los Angeles Clippers unnu svo sannfærandi sigur á Portland Trail Blazers. Jaylen Brown career-high @FCHWPO goes off for 42 PTS, 7 3PM in just 3 quarters as the @celtics win at home! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/frCkhfcPPo— NBA (@NBA) December 31, 2020 Önnur úrslit Boston Celtics 126 – 107 Memphis Grizzlies Dallas Mavericks 99 – 118 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 128 – 105 Portland Trail Blazers
Körfubolti NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira