Handtökur, dóp, djamm og nóg af peningum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2020 15:47 Steinar Fjeldsted var einn af stofnendum Quarashi. Steinar Fjeldsted, eða Steini í Quarashi, var ein af aðalsprautunum í rappsveitinni Quarashi sem náði lygilegum hæðum á sínum tíma og fyllti tónleikahallir um allan heim. Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Steinar er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Við fórum í stúdíó með Cypress Hill, túruðum með stærstu böndum í heimi og upplifðum ótrúlega hluti, en það var einhvern vegin bara orðið venjulegt. En eftir á að hyggja sér maður hvað þetta var stórt og magnað í raun,“ segir Steinar. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. „Þetta var hrikalega spennandi fyrst. Að fara á ný og ný hótel í nýrri og nýrri borg, en svo eftir nokkrar vikur fer manni að vera sama hvar maður er og þetta venst bara eins og allt annað.” Steinar segir að lífsstíllinn hafi verið alls konar á þeim tíma þegar Quarashi náði mestu hæðunum. Vorum allir djammarar „Við vorum komnir með mikinn pening á milli handanna og gátum bara gert það sem við vildum í raun. Þetta er sjúklega gaman en verður svo svakalega lýjandi líka. Við vorum í öllu saman, drekka dópa og djamma. Sérstaklega fyrstu árin og þá vorum við í raun stjórnlausir. En eftir ákveðinn tíma settumst við niður og ákváðum að við værum komnir í meistaradeildina og yrðum að haga okkur samkvæmt því. En það gekk ekki alltaf vel. Menn voru handteknir og leystir út úr fangelsum og það var verið að brjóta hurðir sem átti ekki að brjóta og alls konar. Sem betur fer voru handtökurnar ekki fyrir verri hluti en að vera með minniháttar skammta af fíkniefnum á sér og óspektir. Við vorum í raun allir djammarar áður en við byrjuðum í hljómsveitinni, þannig að það var kannski ekki skrýtið að það héldi áfram og yrði meira.” Í þættinum segir Steinar meðal annars sögur af ótrúlegum vinsældum Quarashi í Japan. „Við túruðum mest í Bandaríkjunum og fórum um allt þar og ferðuðumst líka um alla Evrópu, en í fyrsta skipti sem við komum til Japan vorum við bara stórstjörnur og vorum í raun risastórir þar. Það biðu fleiri hundruð manns fyrir utan hótelið okkar og þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan útvarpsstöðvar þar sem við fórum í viðtöl og okkur var sagt að við mættum alls ekki fara neitt einir, ekki einu sinni út af hótelinu. Okkur var sagt að það væru lífverðir sem ættu að fara með okkur, en ég gaf skít í það og laumaði mér út bakdyramegin af hótelinu og ætlaði að fara í Stussy búðina í stærsta verslunarhverfinu í Tokyo,“ segir Steinar og heldur áfram. „Síðan er ég í Virgin Records plötubúðinni í því hverfi þegar fólk byrjar að horfa á mig og ég sé að það er risastór mynd af mér inni í búðinni. Þegar ég kom út byrjaði fólk að safnast saman í kringum mig og þetta endaði með því að ég þurfti lögreglufylgd og var keyrður í burtu af lögreglunni. Þarna áttaði ég mig á stærðinni á þessu í Japan. Það voru stelpur að birtast á mismunandi flugvöllum sem höfðu elt okkur og þetta var í raun bara algjör geðveiki.” Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira