Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að slysið hafi orðið rétt fyrir klukkan níu í morgun. Hann segir að tveir bílar hafi átt hlut að máli en annar ók aftan á hinn sem var að keyra inn á afleggjarann.
Þrír lögreglubílar voru sendir á vettvang, auk sjúkrabíla. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi og einn á Selfoss.
