Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 11:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar lögregla stöðvaði viðburð vegna meintra brota á sóttvarnalögum. Vísir/Vilhelm Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú skömmu fyrir hádegi. Lögregla segir ekki unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu að lögregla hafi jafnframt til rannsóknar „nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum“. Viðburðurinn í Ásmundarsal sé einnig rannsakaður með tilliti til slíkra brota. Yfirlýsing lögreglu í heild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu. Málið hefur vakið mikla athygli síðan lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Margir hafa kallað eftir afsögn hans vegna málsins. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hefði hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hefðu verið gerð í að tryggja sóttvarnir. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú skömmu fyrir hádegi. Lögregla segir ekki unnt að greina frekar frá rannsókninni að svo stöddu. Fram kemur í tilkynningu að lögregla hafi jafnframt til rannsóknar „nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum“. Viðburðurinn í Ásmundarsal sé einnig rannsakaður með tilliti til slíkra brota. Yfirlýsing lögreglu í heild Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu. Málið hefur vakið mikla athygli síðan lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Margir hafa kallað eftir afsögn hans vegna málsins. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Fjöldi í húsinu hefði ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hefði hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hefðu verið gerð í að tryggja sóttvarnir.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar nokkurn fjölda mála er varða hugsanleg brot á sóttvarnalögum. Mikið hefur verið spurt um mál er varðar atvik í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Formleg rannsókn er hafin í málinu, sem m.a. felst í því að verið er að yfirfara upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Ekki er unnt að greina frekar frá rannsókn málsins að svo stöddu.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. 28. desember 2020 23:45
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42