„Vondur tímapunktur til að hætta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2020 11:01 Atli Viðar Björnsson er þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. stöð 2 sport Markaskorararnir Atli Viðar Björnsson og Patrick Pedersen voru þeir síðustu sem voru kynntir í draumaliði áratugarins. Atli Viðar og Pedersen voru til umfjöllunar í sjötta og síðasta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Í þáttunum sögðu sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem leikmennirnir sjálfir segja frá sínum ferli. Atli Viðar lék með FH á árunum 2001-18 og varð átta sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk eða meira í efstu deild á Íslandi. „Þetta var langur ferill. Það er alveg hægt að hafa þá skoðun að ég hafi átt að hætta aðeins fyrr. Hlutverkið innan vallar hafði minnkað svolítið mikið undir það síðasta en mér fannst lengi vel eins og ég hefði eitthvað fram að færa, sérstaklega sem rödd og ég væri að hjálpa þótt ég væri ekki alltaf inni á vellinum,“ sagði Atli Viðar í Liði áratugarins. „Það sem mér fannst skemmtilegast og er hvað stoltastur af er að hafa tekið þátt í öllu þessu sem gerðist hjá FH. Þetta var ótrúleg uppbygging sem varð þarna. Að hafa fengið að taka þátt í því ferðalagi er það sem maður er stoltastur af.“ Klippa: Atli Viðar Björnsson Atli Viðar segir að tímabilið 2018, hans síðasta á ferlinum, hafi verið erfitt. Það var fyrsta tímabil FH eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara sem þjálfari liðsins og það endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Sumarið sem ég er að hætta, 2018, var rosalega erfitt að horfa upp á liðið í vandræðum og detta út úr Evrópukeppni án þess að leggja nógu mikið af mörkum. Þetta var vondur tímapunktur til að hætta en það var alveg rétt að hætta. Ég hefði viljað leggja meira af mörkum, innan vallar og utan, en það átti ekki að vera,“ sagði Atli Viðar. Mitt annað heimili Patrick Pedersen varð Íslandsmeistari með Val 2017, 2018 og 2020.stöð 2 sport Pedersen er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur leikið á Íslandi. Hann hefur spilað hundrað leiki í efstu deild hér á landi og skorað sjötíu mörk. Daninn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. „Þetta er frábrugðið öðrum löndum sem ég hef leikið í. Ég er hrifinn af því hvernig sóknarleikurinn er og það hentar mér. Í upphafi var þetta mikið fram og til baka og mörg færi fyrir mig. En þetta hefur orðið taktískara eftir því sem árin hafa liðið og betri leikmenn komið í deildina. Mér finnst hún alltaf verða betri og betri,“ sagði Pedersen. Daninn kveðst kunna vel við sig hér á landi. „Þetta var öðruvísi í byrjun en síðan vandist ég kuldanum. Það er ekki það mikill munur á Íslandi og Danmörku. Þetta er fallegt land og við fjölskyldan erum hrifin af því. Þetta er eins og mitt annað heimili núna,“ sagði Pedersen. Klippa: Patrick Pedersen Pepsi Max-deild karla FH Valur Tengdar fréttir „Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01 „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Atli Viðar og Pedersen voru til umfjöllunar í sjötta og síðasta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Í þáttunum sögðu sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu auk þess sem leikmennirnir sjálfir segja frá sínum ferli. Atli Viðar lék með FH á árunum 2001-18 og varð átta sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hann er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk eða meira í efstu deild á Íslandi. „Þetta var langur ferill. Það er alveg hægt að hafa þá skoðun að ég hafi átt að hætta aðeins fyrr. Hlutverkið innan vallar hafði minnkað svolítið mikið undir það síðasta en mér fannst lengi vel eins og ég hefði eitthvað fram að færa, sérstaklega sem rödd og ég væri að hjálpa þótt ég væri ekki alltaf inni á vellinum,“ sagði Atli Viðar í Liði áratugarins. „Það sem mér fannst skemmtilegast og er hvað stoltastur af er að hafa tekið þátt í öllu þessu sem gerðist hjá FH. Þetta var ótrúleg uppbygging sem varð þarna. Að hafa fengið að taka þátt í því ferðalagi er það sem maður er stoltastur af.“ Klippa: Atli Viðar Björnsson Atli Viðar segir að tímabilið 2018, hans síðasta á ferlinum, hafi verið erfitt. Það var fyrsta tímabil FH eftir að Heimir Guðjónsson var látinn fara sem þjálfari liðsins og það endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Sumarið sem ég er að hætta, 2018, var rosalega erfitt að horfa upp á liðið í vandræðum og detta út úr Evrópukeppni án þess að leggja nógu mikið af mörkum. Þetta var vondur tímapunktur til að hætta en það var alveg rétt að hætta. Ég hefði viljað leggja meira af mörkum, innan vallar og utan, en það átti ekki að vera,“ sagði Atli Viðar. Mitt annað heimili Patrick Pedersen varð Íslandsmeistari með Val 2017, 2018 og 2020.stöð 2 sport Pedersen er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur leikið á Íslandi. Hann hefur spilað hundrað leiki í efstu deild hér á landi og skorað sjötíu mörk. Daninn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. „Þetta er frábrugðið öðrum löndum sem ég hef leikið í. Ég er hrifinn af því hvernig sóknarleikurinn er og það hentar mér. Í upphafi var þetta mikið fram og til baka og mörg færi fyrir mig. En þetta hefur orðið taktískara eftir því sem árin hafa liðið og betri leikmenn komið í deildina. Mér finnst hún alltaf verða betri og betri,“ sagði Pedersen. Daninn kveðst kunna vel við sig hér á landi. „Þetta var öðruvísi í byrjun en síðan vandist ég kuldanum. Það er ekki það mikill munur á Íslandi og Danmörku. Þetta er fallegt land og við fjölskyldan erum hrifin af því. Þetta er eins og mitt annað heimili núna,“ sagði Pedersen. Klippa: Patrick Pedersen
Pepsi Max-deild karla FH Valur Tengdar fréttir „Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01 „Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01 „Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00 Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti Fleiri fréttir Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
„Titlarnir og árangurinn talar sínu máli“ Heimir Guðjónsson og Steven Lennon voru til umfjöllunar í fimmta þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 30. desember 2020 11:01
„Þetta er maðurinn sem drottnaði yfir deildinni“ Davíð Þór Viðarsson og Haukur Páll Sigurðsson voru til umfjöllunar í fjórða þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lyft Íslandsbikarnum oft sem fyrirliðar meistaraliða. 29. desember 2020 11:01
„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. 28. desember 2020 11:00
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00