„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 19:31 Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class. Skjáskot/Stöð 2 Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Uppsagnirnar ná til níutíu starfsmanna World Class og taka gildi um áramótin. Eftir eru um 200 starfsmenn en um helmingi starfsfólks var sagt upp á árinu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa nú verið lokaðar síðan í október vegna kórónuveiruaðgerða. Björn sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann teldi uppsagnirnar nauðsynlegar. Hann kvað óvissuna um komandi vikur erfiða. „Ég myndi segja það, við fáum engin svör um hvenær við fáum að opna. Það er bara talað um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á og við verðum að tryggja að við lifum þetta af,“ sagði Björn. Geta stuðst við bókanir með 100 manns Þórólfur Guðnason sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann vonaðist til að hægt yrði að létta á aðgerðum um 12. janúar. Inntur eftir því hvort það hefði breytt einhverju fyrir hann ef hann hefði fengið skýrari svör og jafnvel dagsetningar sagði Björn svo vera. „Að sjálfsögðu. En með þessi svör, að við eigum bara að hafa lokað á meðan það finnist einhvers staðar smit í samfélaginu, verðum við að reka fyrirtækið eins og okkur er best boðið.“ Björn mat það svo að hann gæti haldið starfsemi sinni gangandi í hundrað manna samkomubanni. „Ég myndi segja að 100 manna samkomutakmarkanir væru í fínu lagi. Þá getum við bókað inn í tækjasalinn og bókað inn í leikfimitíma. Stærðirnar í þessum sal [líkamsræktar sal World Class í Laugum] eru náttúrulega þannig að það er eins og krækiber í helvíti. Við erum með sextán stöðvar þannig að þetta dreifist mjög vel. En ef þetta er eins og það er núna, að það er [gefið leyfi fyrir] tuttugu manns eða tíu, það er bara út í hött.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. 29. desember 2020 15:44
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
350 starfsmenn World Class halda vinnunni Björn Leifsson, stofnandi og eigandi World Class, ætlar ekki að segja upp þeim 350 starfsmönnum sem eru á launaskrá hjá félaginu. Björn lýsti því yfir fyrir helgi að hann lægi undir feldi vegna óvissunnar sem framundan væri vegna kórónuveirufaraldursins. Möguleiki væri að hann segði upp öllum 350 starfsmönnum World Class í dag. 30. nóvember 2020 13:01