Gaf eigur sínar í aðdraganda sprengingarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 12:12 Hér má sjá starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna og aðra rannsakendur grandskoða vettvang sprengingarinnar. AP/FBI og ATF Anthony Quinn Warner, sem sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville á jóladag hafði breytt lífi sínu í aðdraganda sprengingarinnar. Þær breytingar þykja til marks um að hann hafi ekki ætlað sér að lifa sprenginguna af. Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur. Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Sjá meira
Meðal annars gaf hann bæði bíl sinn og hús sitt. Warner sagði þeim sem hann gaf bíl sinn að hann hefði greinst með krabbamein. Þá hafði hann fyrir um mánuði gefið konu hús sitt í úthverfi Nashville. Þar að auki hafði hann sagt vinnuveitenda sínum að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Einn nágranni sem ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar segir hafa rætt við Warner um viku fyrir árásina. Hann hafi hitt hann út á götu og spurt hvernig móðir hans hefði það. Þá hefði hann spurt hvort Warner fengi eitthvað skemmtilegt frá jólasveininum þetta árið. Rick Laude segir Warner hafa brosað og sagt að Nashville og heimurinn allur myndi aldrei gleyma honum. Þetta taldi Laude til marks um að Warner ætti von á einhverjum peningum og sagðist hafa verið orðlaus þegar Warner var bendlaður við sprenginguna. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Seinna var svo staðfest að Warner hafði verið í bílnum þegar hann sprakk. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nasvhille. Þó hann hafi skilið ákveðin ummerki eftir sig virðast lögregluþjónar engu nær um af hverju Warner sprengdi sig í loft upp. Meðal annars hafa lögregluþjónar rannsakað hvort árásin tengist samsæriskenningum um 5G. Verið er að rannsaka tölvur og harða diska Warner og leita þar ummerkja um tilefni sprengjuárásarinnar. Einnig er verið að ræða við vitni og skoða fjárhag Warner. Samkvæmt frétt AP var Warner ekki kunnur lögreglu og hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn. Það var árið 1978 og í tengslum við marijúana. Hér má sjá myndband úr vestismyndavél lögregluþjóns sem var á vettvangi. Húsbíllinn springur í lfot upp eftir um fjórar mínútur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Sjá meira
Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27. desember 2020 08:32
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30