Bjarna Bernharði dæmdar bætur vegna nauðungarvistunar Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2020 13:12 Bjarni Bernharður lagði ríkið í dómsmáli. Honum var haldið nauðungarvistuðum of lengi að mati dómarans. aðsend Listamaðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason fær 200 þúsund krónur í bætur auk dráttarvaxta frá 27. apríl 2017 og gjafsókn í máli hans á hendur ríkinu. Þann dóm kvað Lárentsínus Kristjánsson dómari upp í héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember. Bjarni segist, í samtali við Vísi, ánægður með dóminn þó bæturnar hafi verið rýrar en hann fór fram á milljón krónur í skaðabætur. En vissulega bólgni 200 þúsund krónurnar með dráttarvöxtum í tæp tvö ár. Bjarni veit ekki hvort þetta teljist tímamótadómur. Fram hafi komið í tali læknis að þeir mættu taka hvern sem er og skoða, eða „opserva“ eins og Bjarni orðar það, og þannig vaða yfir. En málið sé að það megi ekki standa yfir nema í sólarhring. 72 klukkustundir, eins og voru í þessu máli, væri of mikið. „Dómaranum finnst það og mér fannst það líka.“ Tildrög eru þau að 24. apríl 2017 hafði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samband við yfirlækni Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og óskaði upplýsinga um hvort stefnandi ætti sér sögu hjá geðdeild LSH og væri álitinn hættulegur vegna geðsjúkdóms? En Bjarni varð manni að bana árið 1988 en var dæmdur ósakhæfur vegna geðbilunar. Með dólg á Facebook Í samtalinu kom fram að stefnandi hefði verið mjög virkur á samfélagsmiðlum vikurnar á undan og hefði beint hótunum að meðlimum D. Þar hefðu menn haft miklar áhyggjur og endurtekið haft samband við lögreglu. Bjarni segir að þar sé verið að tala um Rithöfundasambandið en fráleitt sé að þar hafi verið um hótanir að ræða. „Þetta voru átök en ég hótaði aldrei neinum þar,“ segir Bjarni. Bjarni fór sérstaklega yfir málið eins og það horfði við sér í grein á Vísi. Í dómnum segir að einnig hafi komið fram að skilja mætti á færslum stefnanda á samfélagsmiðlum að hann væri að nota ofskynjunarlyfið LSD. Yfirlæknir á geðdeild LSH hafði samband við yfirlækni réttar- og öryggisdeildar LSH. Hann þekkti til málsins. Álit þeirra beggja var að í ljósi fyrri sögu stefnanda, hótana sem hann hefði uppi á samfélagsmiðlum og hættu á að hann væri að nota ofskynjunarlyf væri rétt að aðhafast í málinu. Fór án mótþróa með lögreglu Í dómi segir að talið hafi verið nauðsynlegt að fá stefnanda til mats á geðdeildinni. Vakthafandi lækni á héraðsvakt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins barst þann 25. apríl 2017 barst beiðni frá yfirlækni geðdeildar LSH um að hann færi með lögreglu „til að færa stefnanda til geðlæknismats á LSH þar sem líklegt væri að ástand hans jafnaðist á við það sem lýst er í 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1998.“ Læknir á héraðsvakt heilsugæslunnar fór þá að heimili Bjarna ásamt lögreglu til að láta færa hann á geðdeild í geðmat. Þar upplýsti læknirinn Bjarna um að koma hans væri að frumkvæði lækna á geðdeildinni sem hefðu áhyggjur af heilsu hans og vildu að hann kæmi í viðtal á geðdeild til að meta heilsuna. „Þá var honum greint frá því að færslur á samfélagsmiðla undanfarið væru orsök þessa, svo og hans fyrri veikindi.“ Bjarni spurði hvort hann fengi viðtal strax ef hann færi á geðdeildina, var svarað játandi og fór Bjarni þá sjálfviljugur með lögreglu. Fyrir dómi greindi Bjarni svo frá að hann hafi farið sjálfviljugur, þótt hann teldi enga þörf á, þá að annars hefði hann verið þvingaður með valdi til þess. Geðdeild Landspítalans.vísir/vilhelm Bjarni lagðist beint inn á bráðageðdeild 32C og var niðurstaða þess læknis, að höfðu samráði við yfirlækni, að stefnandi yrði nauðungarvistaður í 72 klukkustundir á deildinni. „Nauðsynlegt þótti að fylgjast með honum m.t.t. þess að meta geðrofseinkenni og gera áhættumat. Fram kom í samtölum við stefnanda að hann hefði ekki hitt B í formlegu eftirliti lengi. Stefnandi hefði hins vegar boðið honum í mat til sín um mánuði áður og þeir hefðu talað saman í síma.“ Var nauðungarvistaður lengur en þörf var á Dómurinn er ítarlegur. En í niðurstöðu segir, með hliðsjón af öllum gögnum máls og ferli þess eru virt heildstætt sé það mat dómsins að stefnanda beri bætur á grundvelli þess að hann hafi verið nauðungarvistaður í lengri tíma en efni stóðu til umrætt sinn. Flest bendi til þess að hægt hafi verið að útskrifa stefnanda a.m.k. eigi síðar en 27. apríl. Stefnandi verður látinn njóta þessa vafa. „Engin rök hafa að mati dómsins verið færð fram fyrir því að nauðungarvistun á stefnanda umrætt sinn hafi verið framkvæmd eða að henni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Fyrir liggur t.a.m. að það hafi gengið árekstrarlaust að fá stefnanda til viðtals og skoðunar á geðdeild umrætt sinn, enda samþykkti hann að gangast undir geðlæknismat.“ Þá er ekki talið að félagsleg staða stefnanda eða tímasetning aðgerða gagnvart honum verði talin eiga að leiða sérstaklega til hækkunar bóta í málinu. „Ljóst má hins vegar vera að aðgerð sem þessi er væntanlega aldrei án afleiðinga fyrir þann er henni þarf að sæta.“ Bjarni er látinn njóta þess vafa. Dómsmál Menning Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Þann dóm kvað Lárentsínus Kristjánsson dómari upp í héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember. Bjarni segist, í samtali við Vísi, ánægður með dóminn þó bæturnar hafi verið rýrar en hann fór fram á milljón krónur í skaðabætur. En vissulega bólgni 200 þúsund krónurnar með dráttarvöxtum í tæp tvö ár. Bjarni veit ekki hvort þetta teljist tímamótadómur. Fram hafi komið í tali læknis að þeir mættu taka hvern sem er og skoða, eða „opserva“ eins og Bjarni orðar það, og þannig vaða yfir. En málið sé að það megi ekki standa yfir nema í sólarhring. 72 klukkustundir, eins og voru í þessu máli, væri of mikið. „Dómaranum finnst það og mér fannst það líka.“ Tildrög eru þau að 24. apríl 2017 hafði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu samband við yfirlækni Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) og óskaði upplýsinga um hvort stefnandi ætti sér sögu hjá geðdeild LSH og væri álitinn hættulegur vegna geðsjúkdóms? En Bjarni varð manni að bana árið 1988 en var dæmdur ósakhæfur vegna geðbilunar. Með dólg á Facebook Í samtalinu kom fram að stefnandi hefði verið mjög virkur á samfélagsmiðlum vikurnar á undan og hefði beint hótunum að meðlimum D. Þar hefðu menn haft miklar áhyggjur og endurtekið haft samband við lögreglu. Bjarni segir að þar sé verið að tala um Rithöfundasambandið en fráleitt sé að þar hafi verið um hótanir að ræða. „Þetta voru átök en ég hótaði aldrei neinum þar,“ segir Bjarni. Bjarni fór sérstaklega yfir málið eins og það horfði við sér í grein á Vísi. Í dómnum segir að einnig hafi komið fram að skilja mætti á færslum stefnanda á samfélagsmiðlum að hann væri að nota ofskynjunarlyfið LSD. Yfirlæknir á geðdeild LSH hafði samband við yfirlækni réttar- og öryggisdeildar LSH. Hann þekkti til málsins. Álit þeirra beggja var að í ljósi fyrri sögu stefnanda, hótana sem hann hefði uppi á samfélagsmiðlum og hættu á að hann væri að nota ofskynjunarlyf væri rétt að aðhafast í málinu. Fór án mótþróa með lögreglu Í dómi segir að talið hafi verið nauðsynlegt að fá stefnanda til mats á geðdeildinni. Vakthafandi lækni á héraðsvakt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins barst þann 25. apríl 2017 barst beiðni frá yfirlækni geðdeildar LSH um að hann færi með lögreglu „til að færa stefnanda til geðlæknismats á LSH þar sem líklegt væri að ástand hans jafnaðist á við það sem lýst er í 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1998.“ Læknir á héraðsvakt heilsugæslunnar fór þá að heimili Bjarna ásamt lögreglu til að láta færa hann á geðdeild í geðmat. Þar upplýsti læknirinn Bjarna um að koma hans væri að frumkvæði lækna á geðdeildinni sem hefðu áhyggjur af heilsu hans og vildu að hann kæmi í viðtal á geðdeild til að meta heilsuna. „Þá var honum greint frá því að færslur á samfélagsmiðla undanfarið væru orsök þessa, svo og hans fyrri veikindi.“ Bjarni spurði hvort hann fengi viðtal strax ef hann færi á geðdeildina, var svarað játandi og fór Bjarni þá sjálfviljugur með lögreglu. Fyrir dómi greindi Bjarni svo frá að hann hafi farið sjálfviljugur, þótt hann teldi enga þörf á, þá að annars hefði hann verið þvingaður með valdi til þess. Geðdeild Landspítalans.vísir/vilhelm Bjarni lagðist beint inn á bráðageðdeild 32C og var niðurstaða þess læknis, að höfðu samráði við yfirlækni, að stefnandi yrði nauðungarvistaður í 72 klukkustundir á deildinni. „Nauðsynlegt þótti að fylgjast með honum m.t.t. þess að meta geðrofseinkenni og gera áhættumat. Fram kom í samtölum við stefnanda að hann hefði ekki hitt B í formlegu eftirliti lengi. Stefnandi hefði hins vegar boðið honum í mat til sín um mánuði áður og þeir hefðu talað saman í síma.“ Var nauðungarvistaður lengur en þörf var á Dómurinn er ítarlegur. En í niðurstöðu segir, með hliðsjón af öllum gögnum máls og ferli þess eru virt heildstætt sé það mat dómsins að stefnanda beri bætur á grundvelli þess að hann hafi verið nauðungarvistaður í lengri tíma en efni stóðu til umrætt sinn. Flest bendi til þess að hægt hafi verið að útskrifa stefnanda a.m.k. eigi síðar en 27. apríl. Stefnandi verður látinn njóta þessa vafa. „Engin rök hafa að mati dómsins verið færð fram fyrir því að nauðungarvistun á stefnanda umrætt sinn hafi verið framkvæmd eða að henni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Fyrir liggur t.a.m. að það hafi gengið árekstrarlaust að fá stefnanda til viðtals og skoðunar á geðdeild umrætt sinn, enda samþykkti hann að gangast undir geðlæknismat.“ Þá er ekki talið að félagsleg staða stefnanda eða tímasetning aðgerða gagnvart honum verði talin eiga að leiða sérstaklega til hækkunar bóta í málinu. „Ljóst má hins vegar vera að aðgerð sem þessi er væntanlega aldrei án afleiðinga fyrir þann er henni þarf að sæta.“ Bjarni er látinn njóta þess vafa.
Dómsmál Menning Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels