Meistararnir tryggðu sér aukafrí og Jaguars fólk fagnaði þrátt fyrir tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 15:31 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs geta slakað aðeins á og safnað kröftum fyrir úrslitakeppnina. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs, Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks unnu öll mikilvæga leiki í NFL-deildinni í gær og bættu með því stöðu sína í úrslitakeppninni. Cleveland Browns og Washington misstigu sig aftur á móti í svipaðri stöðu. Meistarar Kansas City Chiefs verða í efsta sæti Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppninni eftir 17-14 eftir frekar ósannfærandi sigur á Atlanta Falcons. Chiefs hefur unnið 14 af 15 leikjum sínum og situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mahomes answers back.The @Chiefs re-take the lead with 1:55 remaining! #ChiefsKingdom : #ATLvsKC on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/IFHvVPw7XT pic.twitter.com/aq11Uj63iv— NFL (@NFL) December 27, 2020 Patrick Mahomes tryggði sínu liði sigurinn þegar hann fann útherjann Demarcus Robinson í endamarkinu tveimur mínútum fyrir leikslok. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kansas City Chiefs sem liðið vinnur fjórtán leiki á einu tímabili. Big Ben to JuJu to put the @steelers ahead! #HereWeGo : #INDvsPIT on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/IFHvVPw7XT pic.twitter.com/ZPVRsMLJaq— NFL (@NFL) December 27, 2020 Pittsburgh Steelers endaði þriggja leikja taphrinu sína með 28-24 endurkomusigri á Indianapolis Colts. Með þessum sigri tryggði Pittsburgh sér sigur í norðurriðli Ameríkudeildarinnar og vann einnig mjög langþráðan sigur. Colts liðið gat tryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og komst í 24-7 í leiknum en missti sigurinn frá sér í lokin. .@DangeRussWilson lofts a beautiful touch pass to @hollister_jacob for six. #Seahawks : #LARvsSEA on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/BVP8uIyKIx pic.twitter.com/np7UBituhp— NFL (@NFL) December 28, 2020 Seattle Seahawks tryggði sér sigur í vesturriðli Þjóðardeildarinnar með 20-9 sigri á Los Angeles Rams en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Seattle liðið vinnur sinn riðil. FINAL: The @packers earn their 12th win of the season! #GoPackGo #TENvsGB (by @Lexus) pic.twitter.com/5HGJmPb8bN— NFL (@NFL) December 28, 2020 Green Bay Packers er á miklu skriði og vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Packers vann þá 40-14 stórsigur á Tennessee Titans í snjónum í Green Bay þar sem útherjinn Davante Adams skoraði þrjú snertimörk. Green Bay Packers er búið að vinna norðurriðil Þjóðardeildarinnar og tryggir sér frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með sigri á Chicago í lokaumferðinni. Það er ekki oft sem stuðningsmenn liða fagna eftir enn einn tapleikinn en það gerðu örugglega stuðningsmenn Jacksonville Jaguars eftir að liið steinlá 41-17 á móti Chicago Bears. Tapið sen og annar sigur New York Jets liðsins í röð þýðir að Jacksonville Jaguars verður með fyrsta valrétt í næsta nýliðavali. Þar mun liðið væntanlega velja hinn eftirsóttar leikstjórnanda Trevor Lawrence. Cleveland Browns gat tryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri á New York Jets en tapaði 16-23 á heimavelli. Browns missti alla helstu útherja sína á COVID-listann rétt fyrir leikinn. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 17-14 Atlanta Falcons Chicago Bears 41-17 Jacksonville Jaguars LA Rams 9-20 Seattle Seahawks New York Giants 13-27 Baltimore Ravens Indianapolis Colts 24-28 Pittsburgh Steelers Cincinnati Bengals 37-31 Houston Texans Cleveland Browns 16-23 New York Jets Carolina Panthers 20-13 Washington Football Team Denver Broncos 16-19 LA Chargers Philadelphia Eagles 17-37 Dallas Cowboys Tennessee Titans 14-40 Green Bay Packers NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Meistarar Kansas City Chiefs verða í efsta sæti Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppninni eftir 17-14 eftir frekar ósannfærandi sigur á Atlanta Falcons. Chiefs hefur unnið 14 af 15 leikjum sínum og situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mahomes answers back.The @Chiefs re-take the lead with 1:55 remaining! #ChiefsKingdom : #ATLvsKC on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/IFHvVPw7XT pic.twitter.com/aq11Uj63iv— NFL (@NFL) December 27, 2020 Patrick Mahomes tryggði sínu liði sigurinn þegar hann fann útherjann Demarcus Robinson í endamarkinu tveimur mínútum fyrir leikslok. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kansas City Chiefs sem liðið vinnur fjórtán leiki á einu tímabili. Big Ben to JuJu to put the @steelers ahead! #HereWeGo : #INDvsPIT on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/IFHvVPw7XT pic.twitter.com/ZPVRsMLJaq— NFL (@NFL) December 27, 2020 Pittsburgh Steelers endaði þriggja leikja taphrinu sína með 28-24 endurkomusigri á Indianapolis Colts. Með þessum sigri tryggði Pittsburgh sér sigur í norðurriðli Ameríkudeildarinnar og vann einnig mjög langþráðan sigur. Colts liðið gat tryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og komst í 24-7 í leiknum en missti sigurinn frá sér í lokin. .@DangeRussWilson lofts a beautiful touch pass to @hollister_jacob for six. #Seahawks : #LARvsSEA on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/BVP8uIyKIx pic.twitter.com/np7UBituhp— NFL (@NFL) December 28, 2020 Seattle Seahawks tryggði sér sigur í vesturriðli Þjóðardeildarinnar með 20-9 sigri á Los Angeles Rams en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Seattle liðið vinnur sinn riðil. FINAL: The @packers earn their 12th win of the season! #GoPackGo #TENvsGB (by @Lexus) pic.twitter.com/5HGJmPb8bN— NFL (@NFL) December 28, 2020 Green Bay Packers er á miklu skriði og vann sinn fimmta leik í röð í nótt. Packers vann þá 40-14 stórsigur á Tennessee Titans í snjónum í Green Bay þar sem útherjinn Davante Adams skoraði þrjú snertimörk. Green Bay Packers er búið að vinna norðurriðil Þjóðardeildarinnar og tryggir sér frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með sigri á Chicago í lokaumferðinni. Það er ekki oft sem stuðningsmenn liða fagna eftir enn einn tapleikinn en það gerðu örugglega stuðningsmenn Jacksonville Jaguars eftir að liið steinlá 41-17 á móti Chicago Bears. Tapið sen og annar sigur New York Jets liðsins í röð þýðir að Jacksonville Jaguars verður með fyrsta valrétt í næsta nýliðavali. Þar mun liðið væntanlega velja hinn eftirsóttar leikstjórnanda Trevor Lawrence. Cleveland Browns gat tryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri á New York Jets en tapaði 16-23 á heimavelli. Browns missti alla helstu útherja sína á COVID-listann rétt fyrir leikinn. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 17-14 Atlanta Falcons Chicago Bears 41-17 Jacksonville Jaguars LA Rams 9-20 Seattle Seahawks New York Giants 13-27 Baltimore Ravens Indianapolis Colts 24-28 Pittsburgh Steelers Cincinnati Bengals 37-31 Houston Texans Cleveland Browns 16-23 New York Jets Carolina Panthers 20-13 Washington Football Team Denver Broncos 16-19 LA Chargers Philadelphia Eagles 17-37 Dallas Cowboys Tennessee Titans 14-40 Green Bay Packers
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Kansas City Chiefs 17-14 Atlanta Falcons Chicago Bears 41-17 Jacksonville Jaguars LA Rams 9-20 Seattle Seahawks New York Giants 13-27 Baltimore Ravens Indianapolis Colts 24-28 Pittsburgh Steelers Cincinnati Bengals 37-31 Houston Texans Cleveland Browns 16-23 New York Jets Carolina Panthers 20-13 Washington Football Team Denver Broncos 16-19 LA Chargers Philadelphia Eagles 17-37 Dallas Cowboys Tennessee Titans 14-40 Green Bay Packers
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira