Bóluefnið afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. desember 2020 10:00 Heilbrigðisráðherra tók til máls á fundinum. vísir Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. Afhendingin fer fram í vöruskemmu Distica í Garðabæ, en fyrirtækið sér um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Flugvél með fyrstu tíu þúsund skammtana innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í morgun. Viðstödd afhendinguna verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Bóluefnið kom til landsins í tveimur kössum, undir vökulum augum sérsveitarmanna.Almannavarnir Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá afhendingunni auk þess sem að fylgst er með framvindunni í beinni textalýsingu hér að neðan. Útsendingin hefst skömmu áður en bóluefnið verður afhent. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en hér má sjá hann í heild sinni.
Afhendingin fer fram í vöruskemmu Distica í Garðabæ, en fyrirtækið sér um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Flugvél með fyrstu tíu þúsund skammtana innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í morgun. Viðstödd afhendinguna verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Bóluefnið kom til landsins í tveimur kössum, undir vökulum augum sérsveitarmanna.Almannavarnir Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá afhendingunni auk þess sem að fylgst er með framvindunni í beinni textalýsingu hér að neðan. Útsendingin hefst skömmu áður en bóluefnið verður afhent. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en hér má sjá hann í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28. desember 2020 08:28 Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28. desember 2020 08:28
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00