Alræmdi njósnarinn George Blake er látinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 15:49 George Blake er látinn. EPA/SERGEI CHIRIKOV George Blake, fyrrum njósnari bresku leyniþjónustunnar MI6 og einn alræmdasti „tvöfaldi útsendarinn“ á tímum Kalda stríðsins er látinn, 98 ára að aldri. Á yfir níu ára tímabili starfaði Blake sem njósnari fyrir Sovétríkin en hann afhenti upplýsingar sem leiddu til þess að upp komst um að minnsta kosti fjörutíu útsendara MI6 í Austur Evrópu. Blake var fangelsaður í London árið 1960 en hann slapp og flúði til Rússlands árið 1966. Rússneska utanríkisleyniþjónustan segir Blake hafa „elskað landið mjög mikið.“ Blake var fæddur sem George Behar þann 11. nóvember 1922 í hollensku borginni Rotterdam. Faðir hans var spænskur gyðingur sem barðist með breska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni og öðlaðist síðar breskan ríkisborgararétt að því er fram kemur í frétt BBC. Sjálfur starfaði Blake fyrir Hollendinga í seinni heimsstyrjöldinni áður en hann flúði til Gíbraltar sem stjórnað er frá Bretlandi. Í ljósi bakgrunns hans var hann beðinn um að ganga til liðs við leyniþjónustuna. Í viðtali við BBC árið 1990 kvaðst Blake hafa svikið að minnsta kosti fimm hundruð vestræna útsendara en hann neitaði ásökunum um að 42 þeirra hafi týnt lífi sínu sem rekja megi til þess að hann hafi sagt til þeirra. Það var síðan pólski leyniþjónustumaðurinn Michael Goleniewski sem kom upp um Blake sem þá var kallaður til London þar sem hann var handtekinn. Fyrir dómi játaði hann sök fyrir fimm sakarefni fyrir að hafa veitt Sovétmönnum upplýsingar. Tvöföld starfsemi og svik Blake ollu miklum skaða innan bresku leyniþjónustunnar. Bretland Rússland Hernaður Andlát Sovétríkin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Blake var fangelsaður í London árið 1960 en hann slapp og flúði til Rússlands árið 1966. Rússneska utanríkisleyniþjónustan segir Blake hafa „elskað landið mjög mikið.“ Blake var fæddur sem George Behar þann 11. nóvember 1922 í hollensku borginni Rotterdam. Faðir hans var spænskur gyðingur sem barðist með breska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni og öðlaðist síðar breskan ríkisborgararétt að því er fram kemur í frétt BBC. Sjálfur starfaði Blake fyrir Hollendinga í seinni heimsstyrjöldinni áður en hann flúði til Gíbraltar sem stjórnað er frá Bretlandi. Í ljósi bakgrunns hans var hann beðinn um að ganga til liðs við leyniþjónustuna. Í viðtali við BBC árið 1990 kvaðst Blake hafa svikið að minnsta kosti fimm hundruð vestræna útsendara en hann neitaði ásökunum um að 42 þeirra hafi týnt lífi sínu sem rekja megi til þess að hann hafi sagt til þeirra. Það var síðan pólski leyniþjónustumaðurinn Michael Goleniewski sem kom upp um Blake sem þá var kallaður til London þar sem hann var handtekinn. Fyrir dómi játaði hann sök fyrir fimm sakarefni fyrir að hafa veitt Sovétmönnum upplýsingar. Tvöföld starfsemi og svik Blake ollu miklum skaða innan bresku leyniþjónustunnar.
Bretland Rússland Hernaður Andlát Sovétríkin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira