Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

Við ræðum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um sóttvarnahliðarspor hans í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Ráðherrann telur þetta ekki tilefni til afsagnar.

Einnig verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem ætlar ekki að fara fram á afsögn fjármálaráðherra, en telur málið þó skaða ríkisstjórnarsamstarfið.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur afstöðu Katrínar til máls Bjarna vera löðrung framan í andlit almennings. Stjórnarsamstarfið sé metið mikilvægara en samstaða með sóttvarnareglum.

Við ræðum við prest í Landakotskirkju sem telur ósamræmi í sóttvarnareglum eftir að lögregla kom að rúmlega 100 manns í jólamessu þar í gærkvöldi.

Fréttirnar eru sagðar í beinni útsendingu á slaginu 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og að sjálfsögðu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×