„Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 15:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara fyrst og fremst að fara yfir stöðu mála,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fund sem hún átti með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer. Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira