Clippers spillti hringakvöldi meistara Lakers og Durant leit vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 08:01 Paul George leit rosalega vel út í sigri Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en þetta var þriðji þrjátíu stiga leikur hans í röð á móti Lakers. AP/Marcio Jose Sanchez NBA deildin í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum þar sem lið Brooklyn Nets og Los Angeles Clippers fögnuðu sigri. Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum