Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2020 23:24 Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há, þar af 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metra breið. Kystverket Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 má sjá myndir af því hvernig þessi fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip munu líta út. Megintilgangurinn með göngunum er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir veðravítið Stað sunnan Álasunds, en röstin þar þykir jafnframt svæsin. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Skipstjórar voru farnir að æfa sig í siglingahermi þegar bakslag kom í áformin fyrir tveimur árum með skýrslu sem sýndi að framlag norska ríkisins jafngilti því að borgað væri með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði nærri 400 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall kom þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.Stad skipstunnel Skipagöngin nutu á móti stuðnings frá fylkisþingi Vesturlands og sveitarfélögum, samtökum launþega og atvinnulífs, þar á meðal útgerðum fiskiskipa og smærri farþegaferja. Einnig umhverfisverndarsamtökum, en fullyrt er göngin stytti siglingatíma, dragi úr eldsneytisnotkun og minnki kolefnisspor skipa um allt að 60 prósent milli Álasunds og Måløy sigli þau innri leið um göngin í stað ytri leiðar fyrir Stað. Gert er ráð fyrir bílvegi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel Þegar norska ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrumvarp sitt í haust var engin króna sett í skipagöngin og bar samgönguráðherrann, Knut Arild Hareide, því við að ekki væru til neinir peningar í göngin. Framfaraflokkurinn, sem minnihlutastjórn Ernu Solberg þarf að treysta á til að verjast falli, brást hins vegar hart við og hótaði að bera ríkisstjórnina ofurliði og mynda sérstakan meirihluta um skipagöngin með stjórnarandstöðunni. Fór svo að ríkisstjórnarflokkarnir gáfu eftir í samningum við Framfaraflokkinn og þegar norsku fjárlögin voru samþykkt í Stórþinginu á laugardag var búið að bæta inn 1,1 milljarði íslenskra króna til að hefja gröftinn fyrir lok næsta árs. Áætlað er að skipagöngin kosti alls um fimmtíu milljarða króna og vonast verkefnisstjórn til að fyrstu skipin sigli í gegn innan fimm ára. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þessari frétt frá árinu 2016 geta menn upplifað í sýndarveruleika hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00