Fótbolti

John Terry og Jamie Red­knapp á meðal þeirra sem óska Eiði til hamingju með nýja starfið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður og John Terry slá á létta strengi fyrir æfingu Chelsea árið 2008. Þeir unnu meðal annars ensku úrvaldeildina saman.
Eiður og John Terry slá á létta strengi fyrir æfingu Chelsea árið 2008. Þeir unnu meðal annars ensku úrvaldeildina saman. Darren Walsh/Getty

Eiður Smári Guðjohnsen var í gær ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hamingjuóskum rigndu yfir Eið á Instagram eftir að tilkynnt var um ráðninguna.

Eiður Smári verður aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarsson hjá A-landsliðinu, rétt eins og hjá U21 árs liðinu, en samningur þeirra er til næstu tveggja ára.

Eiður setti færslu á Instagram síðu sína í gær þar sem hann sagðist tilbúinn í þessa áskorun. Hann væri þakklátur fyrir tækifærið og stoltur.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hamingjuóskunum rigndi yfir Eið. Fyrrum samherji og fyrirliði hans hjá Chelsea, John Terry, og núverandi aðstoðarþjálfari Aston Villa sendi íslenska framherjanum kveðju.

„Gangi þér vel,“ skrifaði Terry og bætti við hjarta. Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og Tottenham og nú spekingur hjá Sky Sports, tók í svipaðan streng.

„Já vinur [e. Yes mate],“ og bætti einnig við hjarta. Þar má einnig finna kveðjur frá til að mynda Bobby Zamora fyrrum framherja QPR og heimsmetahafanum Jamie Knight.


Tengdar fréttir

FH fékk bætur fyrir Eið

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×