Trump sagður reiður út í allt og alla Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 14:30 Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur einangrast töluvert innan Repúblikanaflokksins, ef marka má fréttir vestanhafs. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. Meðal þeirra sem hafa vakið reiði forsetans, samkvæmt heimildum Axios innan Hvíta hússins, eru Mike Pence varaforseti, Mark Meadows starfsmannastjóri, Pat Cipollone lögmaður Hvíta hússins, Mike Pompeo utanríkisráðherra, og Mitch McConnell forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fráfarandi telur þessa aðila ekki berjast af nógu mikilli hörku fyrir því að snúa við niðurstöðum kosninganna, sem hann tapaði. Samkvæmt Axios telur Trump alla í kringum sig vera veikgeðja, heimska eða sviksama og hefur hann leitað skjóls meðal helstu stuðningsmanna sinna. Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa verulegar áhyggjur af þeim samtölum sem hafa átt sér stað innan veggja Hvíta hússins að undanförnu. Í frétt Axios segir að ef þú sért ekki á þeim nótum að Trump eigi að nota herinn eða heimavarnaráðuneytið til að breyta niðurstöðum kosninganna, telji forsetinn þig veikgeðja og virðir þig ekki viðlits. Enn fremur segir miðilinn að flestir starfsmenn Hvíta hússins forðist forsetann eins og þeir geti. Trump mun vera sannfærður um að Pence berjist ekki nógu kröftulega fyrir sig og hefur áhyggjur af 6. janúar. Þá á Pence, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna í síðasta mánuði. Það mun Trump líta á sem svik. Í gær fundaði Trump með Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, sem hefur leitt misheppnaða baráttu hans fyrir dómstólum til að snúa niðurstöðum kosninganna. Í kjölfar þess fundaði hann með þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sem tilheyra svokölluðum Frelsishóp. Þeirra á meðal var verðandi þingkonan Marjorie Taylor Greene, sem hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon-samsæriskenningarnar auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Aðrir í hópnum voru Sidney Powell, lögfræðingur sem hefur haldið fram innihaldslausum ásökunum um að kosningavélar hafi verið notaðar til að breyta atkvæðum Trumps í atkvæði til Bidens. Michael Flynn var þar einnig. Hann er fyrrverandi herforingi og þjóðaröryggisráðgjafi sem var dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og svo náðaður af Trump. Flynn lagði til á dögunum að Trump virkjaði herinn í baráttu sinni, lýsti yfir herlögum og héldi nýjar kosningar. Öskruðu á hvort annað Þau ræddu hvernig þau geta komið í veg fyrir að báðar deildir þingsins staðfesti niðurstöður kosninganna á sameiginlegum þingfundi þann 6. janúar. Washington Post segir að fundurinn hafi verið átakamikill þar sem fólk öskraði á hvort annað um gildi þeirra áætlana sem lagðar voru fram og hvort þær stæðust yfir höfuð stjórnarskrá landsins. Fox og Newsmax hafa birt margar sjónvarpsfréttir og þætti um kosningavélar frá fyrirtækjunum Smartmatic software og Dominion hafi verið notaðar til að svindla á forsetanum en um helgina og í gær birtu báðar fréttastöðvarnar innslög þar sem þær ásakanir voru skotnar niður. Það var gert eftir að fyrirtækin hótuðu fréttastöðvunum lögsóknum og kröfðust þess að innslögin yrðu birt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa vakið reiði forsetans, samkvæmt heimildum Axios innan Hvíta hússins, eru Mike Pence varaforseti, Mark Meadows starfsmannastjóri, Pat Cipollone lögmaður Hvíta hússins, Mike Pompeo utanríkisráðherra, og Mitch McConnell forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fráfarandi telur þessa aðila ekki berjast af nógu mikilli hörku fyrir því að snúa við niðurstöðum kosninganna, sem hann tapaði. Samkvæmt Axios telur Trump alla í kringum sig vera veikgeðja, heimska eða sviksama og hefur hann leitað skjóls meðal helstu stuðningsmanna sinna. Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa verulegar áhyggjur af þeim samtölum sem hafa átt sér stað innan veggja Hvíta hússins að undanförnu. Í frétt Axios segir að ef þú sért ekki á þeim nótum að Trump eigi að nota herinn eða heimavarnaráðuneytið til að breyta niðurstöðum kosninganna, telji forsetinn þig veikgeðja og virðir þig ekki viðlits. Enn fremur segir miðilinn að flestir starfsmenn Hvíta hússins forðist forsetann eins og þeir geti. Trump mun vera sannfærður um að Pence berjist ekki nógu kröftulega fyrir sig og hefur áhyggjur af 6. janúar. Þá á Pence, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna, að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna í síðasta mánuði. Það mun Trump líta á sem svik. Í gær fundaði Trump með Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, sem hefur leitt misheppnaða baráttu hans fyrir dómstólum til að snúa niðurstöðum kosninganna. Í kjölfar þess fundaði hann með þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sem tilheyra svokölluðum Frelsishóp. Þeirra á meðal var verðandi þingkonan Marjorie Taylor Greene, sem hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon-samsæriskenningarnar auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Sjá einnig: Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Aðrir í hópnum voru Sidney Powell, lögfræðingur sem hefur haldið fram innihaldslausum ásökunum um að kosningavélar hafi verið notaðar til að breyta atkvæðum Trumps í atkvæði til Bidens. Michael Flynn var þar einnig. Hann er fyrrverandi herforingi og þjóðaröryggisráðgjafi sem var dæmdur fyrir að ljúga að útsendurum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og svo náðaður af Trump. Flynn lagði til á dögunum að Trump virkjaði herinn í baráttu sinni, lýsti yfir herlögum og héldi nýjar kosningar. Öskruðu á hvort annað Þau ræddu hvernig þau geta komið í veg fyrir að báðar deildir þingsins staðfesti niðurstöður kosninganna á sameiginlegum þingfundi þann 6. janúar. Washington Post segir að fundurinn hafi verið átakamikill þar sem fólk öskraði á hvort annað um gildi þeirra áætlana sem lagðar voru fram og hvort þær stæðust yfir höfuð stjórnarskrá landsins. Fox og Newsmax hafa birt margar sjónvarpsfréttir og þætti um kosningavélar frá fyrirtækjunum Smartmatic software og Dominion hafi verið notaðar til að svindla á forsetanum en um helgina og í gær birtu báðar fréttastöðvarnar innslög þar sem þær ásakanir voru skotnar niður. Það var gert eftir að fyrirtækin hótuðu fréttastöðvunum lögsóknum og kröfðust þess að innslögin yrðu birt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41