„Hæstiréttur getur ekki séð að reglur hafi verið brotnar. Ákvörðunin um að opna Barentshaf í suðaustri skal því ekki ógilda,“ sagði dómarinn Borgar Høgetveit Berg þegar dómur var kveðinn upp í höfuðborginni Osló í morgun.
Alls voru ellefu dómarar á sama máli og Berg, en fjórir dómarar skiluðu séráliti.
Niðurstaða Hæstaréttar Noregs bindur enda á margra ára baráttu fyrir dómstólum þar sem tekist var á um umhverfismál, efnahagsleg verðmæti og framtíða loftslagspólitík.
Umhverifssamtök sem stefndu norska ríkinu árið 2016, þeirra á meðal Greenpeace og Natur, segja Hæstarétt hafa brugðust yngri kynslóðum og íhuga nú að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Samtökin töldu ákvörðun ríksins um að heimila olíuborun í Barentshafi árið 2013 hafa stangast á við ákvæði norsku stjórnarskrárinnar um umhverfið.