Heimamenn í Midtjylland hófu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 2-0 yfir eftir aðeins tólf mínútna leik. Anders Dreyer skoraði eftir aðeins átta mínútur og fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark Scholz.
Meistararnir virtust ætla inn í hálfleik með tveggja marka forystu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Mikkel Rygaard Jensen metin fyrir Nordsjælland og staðan því 2-1 í hálfleik.
46' | Sidste halvleg i 2020 #FCMFCN | 2-1 pic.twitter.com/vDdeXxJbm0
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 21, 2020
Á 67. mínútu skoraði Sory Kaba og kom heimamönnum aftur í tveggja marka forystu. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur. Skömmu síðar kom Mikael Anderson inn af varamannabekk Midtjylland.
Sigurinn lyftir meisturunum upp í toppsæti deildarinnar með 27 stig að loknum 13 umferðum líkt og Bröndby. Meistararnir eru með betri markatölu og þar af leiðandi á toppi deildarinnar.