Krummi glímir við krónískt eyrnasuð: „Ég fór rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 07:00 Krummi er einlægur í færslu sinni á Instagram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi, opnar sig um veikindi sem hann hefur verið að glíma við síðustu mánuði í opinskárri færslu á Instagram. Krummi hefur verið að glíma við krónískt suð í eyranu á árinu og segir hann að þessi tími hafi líklega verið sá erfiðasti í lífinu. „Bræður og systur mig langar að deila svolitlu með ykkur. Undanfarna fjóra mánuði eða svo hef ég gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil í lífinu. Þögnin hefur alfarið verið tekin af mér,“ segir Krummi í færslunni. Krummi hefur verið greindur með sjúkdóminn Tinnitus sem er krónískt eyrnasuð. Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Sá fyrir sér að geta ekki lifað eðlilegu lífi „Ég byrjaði að finna fyrir þessu í september og er ég fyrir mjög viðkvæmur fyrir áráttu og þrjáhyggjuröskun, kvíða og þunglyndi og með þessu fór ég rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi. Mér leið eins og lífið mitt væri mölbrotið og ég gæti ekki lengur samið, flutt eða hlustað á tónlist og lifað eðlilegu lífi.“ Hann segir að þessi tími hafi verið hans mesta áskorun hingað til. „Ég er samt þakklátur að geta sagt frá því að mér er farið að líða betur og betur og þetta eru lítil skref í rétta átt. Með hjálp vina, fjölskyldu og ótrúlegustu manneskju í heiminum, Linnea mín hef ég náð mér á rétta braut og reyni að vera jákvæður. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklátur mínum nánustu. Ég á langt ferðalag eftir en ég veit að það er í lagi að öskra og gráta en ég mun aldrei gefast upp. Ég bið ykkur um að fara vel með heyrnina og bera virðingu fyrir henni, þetta er eitt mikilvægasta líffærið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓚𝓻𝓾𝓶𝓶𝓲 (@krummimusic) Tónlist Heilbrigðismál Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Krummi hefur verið að glíma við krónískt suð í eyranu á árinu og segir hann að þessi tími hafi líklega verið sá erfiðasti í lífinu. „Bræður og systur mig langar að deila svolitlu með ykkur. Undanfarna fjóra mánuði eða svo hef ég gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil í lífinu. Þögnin hefur alfarið verið tekin af mér,“ segir Krummi í færslunni. Krummi hefur verið greindur með sjúkdóminn Tinnitus sem er krónískt eyrnasuð. Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Sá fyrir sér að geta ekki lifað eðlilegu lífi „Ég byrjaði að finna fyrir þessu í september og er ég fyrir mjög viðkvæmur fyrir áráttu og þrjáhyggjuröskun, kvíða og þunglyndi og með þessu fór ég rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi. Mér leið eins og lífið mitt væri mölbrotið og ég gæti ekki lengur samið, flutt eða hlustað á tónlist og lifað eðlilegu lífi.“ Hann segir að þessi tími hafi verið hans mesta áskorun hingað til. „Ég er samt þakklátur að geta sagt frá því að mér er farið að líða betur og betur og þetta eru lítil skref í rétta átt. Með hjálp vina, fjölskyldu og ótrúlegustu manneskju í heiminum, Linnea mín hef ég náð mér á rétta braut og reyni að vera jákvæður. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklátur mínum nánustu. Ég á langt ferðalag eftir en ég veit að það er í lagi að öskra og gráta en ég mun aldrei gefast upp. Ég bið ykkur um að fara vel með heyrnina og bera virðingu fyrir henni, þetta er eitt mikilvægasta líffærið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓚𝓻𝓾𝓶𝓶𝓲 (@krummimusic)
Tónlist Heilbrigðismál Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira