102 milljónir í upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem fjölgar enn Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2020 14:36 Dagur B. Eggersson segir að engir aldursfordómar hafi ráðið því að auglýsingin á Facebook sé miðuð við þá sem yngri eru en 55 ára. Eldra fólkið lesi blöðin og því best að ná í það þar. vísir/vilhelm Launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna upplýsingafulltrúa hjá borginni er 102 milljónir árlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra. Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira