102 milljónir í upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem fjölgar enn Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2020 14:36 Dagur B. Eggersson segir að engir aldursfordómar hafi ráðið því að auglýsingin á Facebook sé miðuð við þá sem yngri eru en 55 ára. Eldra fólkið lesi blöðin og því best að ná í það þar. vísir/vilhelm Launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna upplýsingafulltrúa hjá borginni er 102 milljónir árlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra. Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Kjarnans. Alls eru upplýsingafulltrúar í níu stöðugildum hjá Reykjavíkurborg en þar af er einn í 80 prósent starfshlutfalli. Borgin auglýsti nýlega eftir sérstökum teymisstjóra samskiptateymis. Ekki hægt að ná í upplýsingastjórann Teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar bætist þá í hóp þeirra sem hafa með upplýsingamálin þar á bæ að gera. En samkvæmt svari sem barst Kjarnanum segir að sex hafi verið í upplýsingadeild/samskiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og séu tveir hjá umhverfis- og skipulagssviði, þar af annar í 80 prósent starfi og einn nýlega ráðinn í 100 prósent starf hjá velferðarsviði. Vísir náði í Bjarna Brynjólfsson upplýsingastjóra borgarinnar. Hann er ekki að hætta en verður ekki lengur upplýsingastjóri. „Þó embættið hafi ekki verið lagt niður formlega. En þetta eru skipulagsbreytingar. Þannig að það er verið að auglýsa eftir nýjum starfskröftum. Í því felst að búin eru til nokkur teymi inni á skrifstofu borgarstjóra, og þar á meðal er þetta samskiptateymi sem kemur í staðinn fyrir upplýsingateymi. Og yfir það verður ráðinn nýr teymisstjóri samskiptadeildar,“ segir Bjarni. Reyna að ná í fólk á aldrinum 28 til 55 á Facebook Tóti Stefánsson ráðgjafi rak augu í þessa tilteknu starfsauglýsingu sem borgin birtir á Facebook „Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju að sjá þessar auglýsingar. Maður ætti kannski að gleðjast yfir að þau hafi þó leyft fólki rétt skriðnu yfir fimmtugt að vera með,“ segir Tóti á sinni Facebooksíðu og birtir mynd af því til hverra sú auglýsing á að ná. Svona miðar Reykjavíkurborg út markhópinn á Facebook. Hún á sem sagt ekki að ná til fólks sem er yfir 55 ára að aldri. Á þræði þar undir er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður hvort þetta sé til marks um aldursfordóma. Borgarstjóri var til svara og segir svo ekki vera. „Það eru engin aldursmörk í þessari starfsauglýsingu. Þekki ekki þessa tilteknu birtingu en þykist vita að hún sé jafnframt birt í blöðum - þe prentmiðlum. Þar með er tryggt að eldri kynslóðin sér þetta. Þeir sem yngri eru lesa hins vegar síður blöð. Hugsanlega er þessi birting á Facebook til að ná til þeirra aldurshópa sem síður lesa blöð og stækka þannig hópinn sem fréttir af þessu?“ segir Dagur. Málshefjandi er ekki tilbúinn að sleppa borgarstjóra svo létt frá þessu og segir: „Þið þurfið greinilega betri samskiptadeild, því eldri settin eru sérstaklega ínáanleg á Facebook - og eru ekkert sérstaklegra líklegri til að sjá blöðin.“ Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir einhverjum til að vera yfir samskiptateyminu sínu. Af rælni kíkti ég á hverjir fengju...Posted by Toti Stefansson on Föstudagur, 18. desember 2020 Uppfært 15.07 Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í Bjarna upplýsingastjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira