Góður dagur og mjög slæmur dagur fyrir nýja og gamla lið Tom Brady í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:01 Tom Brady fagnar einu af snertimörkum Tampa Bay Buccaneers í sigrinum á Atlanta Falcons í gær. AP/John Bazemore Tom Brady galdraði fram nostalgíska endurkomu og liðið hans náði níu fingrum á úrslitakeppnissæti í NFL-deildinni í gær á sama tíma og gamla liðið hans klúðraði endanlegu sínu tímabili. Kansas City Chiefs hafði betur í stórleik helgarinnar á móti New Orleans Saints og Seattle Seahawks bættist í hóp þeirra liða sem eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gærdagurinn var örlagaríkur hjá nýja og gamla liði Tom Brady sem segir kannski mikið um áhrif eins allra besta leikmann sögunnar í NFL-deildinni. WOOP! @Tua : #NEvsMIA on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/1xXQ4IncI5— NFL (@NFL) December 20, 2020 New England Patriots missti nefnilega endanlega af sæti í úrslitakeppninni með 22-12 tapi á móti Miami Dolphins í gær. Liðið missti Tom Brady í sumar og missir nú af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár eða síðan 2009. Patriots liðið vann sex meistaratitla með Tom Brady og komst í þrjá Súper Bowl leiki að auki. Nú er liðið úr leik þegar enn eru eftir tveir leikir af tímabilinu. Brady to Brown for the go-ahead score. #GoBucs : #TBvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/uCIcvG4Ggo— NFL (@NFL) December 20, 2020 Tom Brady var upptekin á sama tíma við að stýra endurkomu Tampa Bay Buccaneers á móti Atlanta Falcons. Atlanta Falcons liðið komst í 17-0 í leiknum en Brady leiddi sína menn til baka inn í leikinn og til 31-27 sigurs. Endurkoman rifjaði það líka upp þegar Brady leiddi Patriots liðið til baka á móti Atlanta Falcons í Super Bowl leiknum 2016 þar sem Fálkarnir komust yfir í 28-3 en New England Patriots vann síðan í framlengingu. Brady og Buccaneers liðið eru nú komnir með níu fingur á sæti í úrslitakeppninni en þetta yrði þá í fyrsta sinn í þrettán ár síðan að Tampa Bay kæmst í leikina um meistaratitilinn. Ein flottasta sókn leiksins var þegar Brady fann vandræðagemlinginn Antonio Brown skoraði sitt fyrsta snertimark með liðinu. Mahomes and Le'Veon run the option to perfection. Touchdown, @Chiefs! #ChiefsKingdom : #KCvsNO on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/8Tb5D6kIvi— NFL (@NFL) December 21, 2020 Mörg lið ætla sér í Súper Bowl leikinn og sumir sáu stórleik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints sem forsmekkinn að stærsta leik tímabilsins í ár. Meistarar Chiefs virðast þó vera mun líklegri en mótherjar þeirra í gær. Kansas City Chiefs tók frumkvæðið í upphafi í 32-29 sigri sínum á móti New Orleans Saints og þrátt fyrir að heimamenn í Saints hafi bitið aðeins frá sér í seinni hálfleiknum þá var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir meistarana. Chiefs liðið hefur nú unnið þrettán af fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Seattle Seahawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 20-15 sigri á Washington Football Team. Washington hefur tapað átta af fjórtán leikjum sínum en er samt efst í Austurriðli Þjóðadeildarinnar. Dallas Cowboys er enn á lífi og einum leik á eftir þökk sé sigri á San Francisco 49ers. New York Giants og Philadelphia Eagles töpuðu hins vegar bæði sínum leikjum. Touchdown, @frankgore!@nyjets extend their lead in LA, 20-3. #TakeFlight : #NYJvsLAR on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/bKTK9XrxQw— NFL (@NFL) December 20, 2020 Einn athyglisverðasti sigur helgarinnar var langþráður og um leið mjög óvæntur 23-20 sigur New York Jets á Los Angeles Rams. Jets liðið var búið að tapa fyrstu þrettán leikjum sínum á leiktíðinni. Tapið gæti haft afleiðingar fyrir Rams-liðið sem er enn ekki búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns er í fínum málum eftir 20-6 sigur á New York Giants en brandaralið NFL-deildarinnar síðustu ár hefur nú unnið tíu af fyrstu fjórtán leikjum sínum. FINAL: The @Browns earn their 10th win of the season! #Browns #CLEvsNYG (by @Lexus) pic.twitter.com/BysssDDO2b— NFL (@NFL) December 21, 2020 Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6 NFL Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Kansas City Chiefs hafði betur í stórleik helgarinnar á móti New Orleans Saints og Seattle Seahawks bættist í hóp þeirra liða sem eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gærdagurinn var örlagaríkur hjá nýja og gamla liði Tom Brady sem segir kannski mikið um áhrif eins allra besta leikmann sögunnar í NFL-deildinni. WOOP! @Tua : #NEvsMIA on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/1xXQ4IncI5— NFL (@NFL) December 20, 2020 New England Patriots missti nefnilega endanlega af sæti í úrslitakeppninni með 22-12 tapi á móti Miami Dolphins í gær. Liðið missti Tom Brady í sumar og missir nú af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár eða síðan 2009. Patriots liðið vann sex meistaratitla með Tom Brady og komst í þrjá Súper Bowl leiki að auki. Nú er liðið úr leik þegar enn eru eftir tveir leikir af tímabilinu. Brady to Brown for the go-ahead score. #GoBucs : #TBvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/uCIcvG4Ggo— NFL (@NFL) December 20, 2020 Tom Brady var upptekin á sama tíma við að stýra endurkomu Tampa Bay Buccaneers á móti Atlanta Falcons. Atlanta Falcons liðið komst í 17-0 í leiknum en Brady leiddi sína menn til baka inn í leikinn og til 31-27 sigurs. Endurkoman rifjaði það líka upp þegar Brady leiddi Patriots liðið til baka á móti Atlanta Falcons í Super Bowl leiknum 2016 þar sem Fálkarnir komust yfir í 28-3 en New England Patriots vann síðan í framlengingu. Brady og Buccaneers liðið eru nú komnir með níu fingur á sæti í úrslitakeppninni en þetta yrði þá í fyrsta sinn í þrettán ár síðan að Tampa Bay kæmst í leikina um meistaratitilinn. Ein flottasta sókn leiksins var þegar Brady fann vandræðagemlinginn Antonio Brown skoraði sitt fyrsta snertimark með liðinu. Mahomes and Le'Veon run the option to perfection. Touchdown, @Chiefs! #ChiefsKingdom : #KCvsNO on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/8Tb5D6kIvi— NFL (@NFL) December 21, 2020 Mörg lið ætla sér í Súper Bowl leikinn og sumir sáu stórleik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints sem forsmekkinn að stærsta leik tímabilsins í ár. Meistarar Chiefs virðast þó vera mun líklegri en mótherjar þeirra í gær. Kansas City Chiefs tók frumkvæðið í upphafi í 32-29 sigri sínum á móti New Orleans Saints og þrátt fyrir að heimamenn í Saints hafi bitið aðeins frá sér í seinni hálfleiknum þá var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir meistarana. Chiefs liðið hefur nú unnið þrettán af fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Seattle Seahawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 20-15 sigri á Washington Football Team. Washington hefur tapað átta af fjórtán leikjum sínum en er samt efst í Austurriðli Þjóðadeildarinnar. Dallas Cowboys er enn á lífi og einum leik á eftir þökk sé sigri á San Francisco 49ers. New York Giants og Philadelphia Eagles töpuðu hins vegar bæði sínum leikjum. Touchdown, @frankgore!@nyjets extend their lead in LA, 20-3. #TakeFlight : #NYJvsLAR on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/bKTK9XrxQw— NFL (@NFL) December 20, 2020 Einn athyglisverðasti sigur helgarinnar var langþráður og um leið mjög óvæntur 23-20 sigur New York Jets á Los Angeles Rams. Jets liðið var búið að tapa fyrstu þrettán leikjum sínum á leiktíðinni. Tapið gæti haft afleiðingar fyrir Rams-liðið sem er enn ekki búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns er í fínum málum eftir 20-6 sigur á New York Giants en brandaralið NFL-deildarinnar síðustu ár hefur nú unnið tíu af fyrstu fjórtán leikjum sínum. FINAL: The @Browns earn their 10th win of the season! #Browns #CLEvsNYG (by @Lexus) pic.twitter.com/BysssDDO2b— NFL (@NFL) December 21, 2020 Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6
Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6
NFL Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira