Liðsfélagi Hjartar skrapp á klósettið á meðan dómararnir kíktu á VAR Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 13:01 Jesper Lindsröm skrapp á klósettið og náði aftur til baka áður en dómararnir höfðu náð að skoða VAR. Lars Ronbog/Getty Eftir að VARsjáin var tekinn í notkun í fótboltanum þá eru fleiri pásur í leiknum og leikmenn nýta sér þær til hins ítrasta. Það var að minnsta kosti raunin hjá Íslendingaliðinu Bröndby í danska boltanum í gær. Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020 Danski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020
Danski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira