Útgöngubann yfir hátíðirnar á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 08:43 Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalía. Getty/Augusto Casasoli Öll svæði Ítalíu hafa nú verið skilgreind sem hættusvæði og útgöngubann verður í gildi yfir hátíðirnar. Ítalir mega aðeins ferðast til og frá vinnu og til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Bannið verður í gildi á öllu landinu yfir helstu hátíðardagana; 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. til 6. janúar. Dagana á milli verða ekki jafn strangar reglur í gildi en þetta er gert með það að markmiði að minnka smithættu þá daga sem flestir eiga það til að koma saman. Öllum „ónauðsynlegum“ verslunum er gert að loka og því aðeins apótek og matvöruverslanir sem munu taka á móti gestum næstu vikur fyrir innkaup á helstu nauðsynjavörum. Veitingastöðum og öldurhúsum er gert að loka og fólki ráðið frá því að fara í heimsóknir, en aðeins tveir yfir fjórtán ára aldri mega koma í heimsókn á hvert heimili. Hvergi hafa fleiri látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Evrópu en á Ítalíu, en landið fór einna verst út úr faraldrinum í vor. Forsætisráðherrann Giuseppe Conte sagði ákvörðunina ekki vera auðvelda. Yfirvöld hafi þó ákveðið að hlusta á sérfræðingana, sem óttuðust að smitum gæti farið að fjölga yfir jólin. Conte ávarpaði blaðamannafund þar sem hann kynnti næstu skref vegna kórónuveirunnar. Þar fagnaði hann því að bólusetningar gætu hafist í lok mánaðar og sagði það marka „endalok martraðarinnar“ sem hefði átt sér stað undanfarna mánuði. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bannið verður í gildi á öllu landinu yfir helstu hátíðardagana; 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. til 6. janúar. Dagana á milli verða ekki jafn strangar reglur í gildi en þetta er gert með það að markmiði að minnka smithættu þá daga sem flestir eiga það til að koma saman. Öllum „ónauðsynlegum“ verslunum er gert að loka og því aðeins apótek og matvöruverslanir sem munu taka á móti gestum næstu vikur fyrir innkaup á helstu nauðsynjavörum. Veitingastöðum og öldurhúsum er gert að loka og fólki ráðið frá því að fara í heimsóknir, en aðeins tveir yfir fjórtán ára aldri mega koma í heimsókn á hvert heimili. Hvergi hafa fleiri látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Evrópu en á Ítalíu, en landið fór einna verst út úr faraldrinum í vor. Forsætisráðherrann Giuseppe Conte sagði ákvörðunina ekki vera auðvelda. Yfirvöld hafi þó ákveðið að hlusta á sérfræðingana, sem óttuðust að smitum gæti farið að fjölga yfir jólin. Conte ávarpaði blaðamannafund þar sem hann kynnti næstu skref vegna kórónuveirunnar. Þar fagnaði hann því að bólusetningar gætu hafist í lok mánaðar og sagði það marka „endalok martraðarinnar“ sem hefði átt sér stað undanfarna mánuði.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17
Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17