Heimildir Ekstra Bladet herma að síðasti leikur Jakob Michaelsen, núverandi þjálfara OB, verði á sunnudaginn er liðið spilar við FCK á Parken.
Það hefur stormað um Óðinsvé að undanförnu en á dögunum lak út að íþróttastjórinn, Michael Hemmingsen, væri byrjaður í leitinni að næsta þjálfara liðsins.
Avis: OB fyrer Jakob Michelsen efter FCK-kamp #sldk https://t.co/u3T1FGYkKK
— tipsbladet.dk (@tipsbladet) December 17, 2020
Samband Michaelsen og Hemmingsen ku ekki vera gott en gengi OB hefur verið upp og ofan í danska boltanum það sem af er. Þeir eru í 9. sæti deildarinnar.
Efstir á óskalista OB eru þeir Niels Frederiksen, þjálfari Bröndby, og Jacob Neestrup, fyrrum leikmaður OB og nú þjálfari Viborg í dönsku B-deildinni.