Klofið Samband Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. desember 2020 14:31 Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun