Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2020 13:00 Úr vöndu er að ráða þetta árið. Vísir Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2020 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um fimm þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þorgeir, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Björgunarsveitarfólk vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 30. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Alma D. Möller Landlæknir hefur staðið í ströngu á árinu en hún er æðsti yfirmaður heilbrigðisþjónustu í landinu. Alma hefur notað hvert tækifæri til að hrósa því sem vel er gert og hvatt þjóðina til dáða. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónninn hefur verið í stóru hlutverki í kórónuveirufaraldrinum og stýrt vel á annað hundrað upplýsingafundum af yfirvegun. Hann hefur minnt á mikilvægi samstöðu í baráttunni við Covid-19. Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir hefur verið í aðalhlutverki í glímu landsmanna við Covid-19. Hann hefur lagt línurnar í aðgerðum hér á landi með það að markmiði að lágmarka dauðsföll og álag á heilbrigðisstofnanir. Hildur Guðnadóttir Tónskáldið sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum á árinu. Hún vann bæði Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl. Þá er hún tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Jókernum. Kári Stefánsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur farið fyrir ÍE sem hefur spilað stóra rullu í baráttunni við Covid-19 með greiningu á sýnum hér á landi. Hann hefur talað fyrir mikilvægi aðgerða og þykir af mörgum hreinskilinn og heiðarlegur í nálgun sinni. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Hefur svo sannarlega staðið vaktina í heimsfaraldrinum. Álagið hefur verið afar mikið hvort sem er á heilsugæslu eða spítölunum hvar á landi sem er. Fólk sem útsetti sjálft sig til að hjálpa öðrum í baráttunni við Covid-19. Sara Björk Gunnarsdóttir Fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og skoraði eitt marka Lyon í úrslitaleiknum. Fyrirliði kvennalandsliðsins sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu 2022. Helgi Björns Söngvarinn var áberandi á sjónvarpsskjánum, yljaði mörgum um hjartarætur og stytti fólki stundir með flutningi sínum og gesta á laugardagskvöldum þegar fólk var svo til innilokað á heimilum sínum. Katrín Oddsdóttir Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið í fararbroddi fólks sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá. Félagið safnaði um 41 þúsund undirskriftum þar sem nýrrar stjórnarskrár er krafist. Ásgeir Jónsson Tók við embætti seðlabankastjóra í ágúst í fyrra og hefur staðið í brúnni á tímum þar sem efnahagshorfur fara síversnandi. Seðlabanki hefur lægt öldurnar í efnahagslífinu á meðan það er ólgusjór allt í kring meðal annars með lægri stýrivöxtum. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2020? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Uppfært: Lokað hefur verið fyrir kosningu. Úrslitin verða tilgreind í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni í fyrramálið og hér á Vísi.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira