Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 18:06 Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Maður þar hótaði að skjóta lögregluþjóna og veittist að þeim með hnífi. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira