Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 18:06 Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Maður þar hótaði að skjóta lögregluþjóna og veittist að þeim með hnífi. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira