Víkingar búnir að ræða við Kolbein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2020 08:02 Kolbeinn Sigþórsson er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. vísir/vilhelm Víkingar hafa rætt við Kolbein Sigþórsson um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla á næsta tímabili. Ríkharð Óskar Guðnason greindi frá þessu í Sportinu í dag. Kolbeinn leitar sér núna að nýju félagi en ljóst er að hann verður ekki áfram hjá AIK í Svíþjóð. Stuðningsmenn Víkings hafa leyft sér að dreyma að landsliðsframherjinn snúi aftur heim og spili fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni. Og Víkingar eru að reyna að láta þann draum rætast en Kolbeinn vill þó reyna áfram fyrir sér erlendis. „Víkingar hafa heyrt formlega í Kolbeini Sigþórssyni,“ sagði Rikki G í þætti gærdagsins af Sportinu í dag. „Þeir eru búnir að tala við hann. Kolbeinn er ekki reiðubúinn að koma heim á þessum tímapunkti. Hann ætlar að reyna að finna sér lið úti. Svo er bara spurning hvort það séu einhver spennandi tilboð fyrir hann í Skandinavíu miðað við Ísland.“ Kjartan Atli Kjartansson spurði hvort það væri ekki alltaf eitthvað lið sem væri tilbúið að veðja á Kolbein, þrátt fyrir meiðslasögu hans. „Það hlýtur þá að vera í formi bónusgreiðslna og hann þurfi að spila ákveðið marga leiki. Ég held að ekkert lið sé að fara að skuldbinda sig að borga honum há mánaðarlaun vitandi hvernig ferilinn hefur verið undanfarin ár,“ svaraði Rikki. Hann sagðist ekki sjá Kolbein fyrir sér í Pepsi Max-deildinni næsta sumar en ýmislegt gæti gerst. Kolbeinn er uppalinn hjá Víkingi en hóf meistaraflokksferilinn með HK. Hann hefur leikið erlendis síðan 2007. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Kolbeinn leitar sér núna að nýju félagi en ljóst er að hann verður ekki áfram hjá AIK í Svíþjóð. Stuðningsmenn Víkings hafa leyft sér að dreyma að landsliðsframherjinn snúi aftur heim og spili fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni. Og Víkingar eru að reyna að láta þann draum rætast en Kolbeinn vill þó reyna áfram fyrir sér erlendis. „Víkingar hafa heyrt formlega í Kolbeini Sigþórssyni,“ sagði Rikki G í þætti gærdagsins af Sportinu í dag. „Þeir eru búnir að tala við hann. Kolbeinn er ekki reiðubúinn að koma heim á þessum tímapunkti. Hann ætlar að reyna að finna sér lið úti. Svo er bara spurning hvort það séu einhver spennandi tilboð fyrir hann í Skandinavíu miðað við Ísland.“ Kjartan Atli Kjartansson spurði hvort það væri ekki alltaf eitthvað lið sem væri tilbúið að veðja á Kolbein, þrátt fyrir meiðslasögu hans. „Það hlýtur þá að vera í formi bónusgreiðslna og hann þurfi að spila ákveðið marga leiki. Ég held að ekkert lið sé að fara að skuldbinda sig að borga honum há mánaðarlaun vitandi hvernig ferilinn hefur verið undanfarin ár,“ svaraði Rikki. Hann sagðist ekki sjá Kolbein fyrir sér í Pepsi Max-deildinni næsta sumar en ýmislegt gæti gerst. Kolbeinn er uppalinn hjá Víkingi en hóf meistaraflokksferilinn með HK. Hann hefur leikið erlendis síðan 2007. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira