Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2020 22:46 Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhús fjölskyldunnar í Kjálkafirði. Egill Aðalsteinsson Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð: Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð:
Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira