Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 18:39 WHO hvetur til frekari grímunotkunar. AP/Cecilia Fabiano Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar. Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur tilkynnt hertar aðgerðir vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. Þýskaland kynnti hertari aðgerðir í dag og hefur nú verið lokað fyrir alla verslun og þjónustu, að matvöruverslunum og bönkum undanskildum. Veitingastaðir, barir og aðrir samkomusalir hafa verið lokaðir síðan í nóvember en skólum verður einnig lokað nú eftir að aðgerðir voru hertar. Þá kynnti Danmörk einnig hertar aðgerðir í dag og er verslunum, öðrum en matvörubúðum og apótekum, gert að loka fram yfir áramót. Mest mega tíu manns koma saman en þó biðlaði Mette Frederiksen forsætisráðherra til fólks að líta ekki á það sem viðmið. Fólk ætti heilt yfir að umgangast sem fæsta. Halda fjölskyldusamkomur utandyra ef mögulegt Í yfirlýsingu frá Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru einstaklingar, fjölskyldur og samfélög í heild sinni beðin um að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fólk eigi að forðast samkomur innandyra, enda hafi það ýtt undir frekari útbreiðslu yfir vetrarmánuðina. Því er biðlað til fólks að halda fjölskyldusamkomur utandyra ef slíkur möguleiki er fyrir hendi. Ef fólk hittist innandyra eigi það helst að nota grímur og huga að fjarlægðartakmörkunum. „Ykkur gæti fundist vandræðalegt að nota grímur og halda fjarlægð með vinum og fjölskyldu, en slíkt eykur líkurnar á því að allir verði öruggir og heilbrigðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Viðkvæmir hópar eða eldri vinir og ættingjar gætu átt erfitt með að biðja ástvini um að halda fjarlægð, sama þó þeir upplifi kvíða eða áhyggjur. Sýnið tillit til þess sem aðrir gætu verið að upplifa og þeirra erfiðu ákvarðana sem þau gætu þurft að taka.“ Jólin verða óvenjuleg í ár.Getty Bóluefni í augsýn Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í morgun að öll aðildarríki sambandsins ættu að hefja bólusetningu gegn kórónuveirunni sama daginn. Ekki er þó ljóst hvaða dag það verður. Með þessu myndu ríkin sýna fram á samstöðu sín á milli, en bólusetningar eru þegar hafnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að fundi, þar sem afstaða verði tekin um hvort að veita skuli markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer, yrði flýtt til 21. desember. Upphaflega stóð til að fundur stofnunarinnar yrði haldinn 29. desember. Á Þorláksmessu, 23. desember, mun framkvæmdastjórn ESB svo taka endanlega ákvörðun um markaðsleyfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07