Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 19:21 Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. Um síðustu áramót var breytt um aðferð við verðlagningu á tollakvóta á innfluttum landbúnaðarvörum. Það leiddi til þess að vörur eins og kalkúnabringur lækkuðu töluvert mikið í verði. Alþingi er hins vegar þessa stundina að afgreiða breytingu á búvörulögum sem mun fara með aðferðina aftur til fyrri vegar sem mun leiða til þess að innfluttar kalkúnabringur og nautalundir til dæmis munu hækka í verði um mörg hundruð krónur hvert kíló. Hér varð fréttamanni fótaskortur á tungunni því um er að ræða kalkúnabringur en ekki kjúklingabringur í þessu tilviki. Breytingarnar áttu samkvæmt frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra að gilda í eitt ár til að bæta stöðu innlendrar framleiðslu vegna minni eftirspurnar í kórónuveirufaraldrinum. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda undrast að atvinnuveganefnd bæti um betur og legg til að breytingarnar vari í þrjú ár. Ólafur Stephensen segir meirihluta atvinnuveganefndar taka sérhagsmuni fram yfir hagsmuni neytenda með ákvörðun sinni.Stöð 2/Arnar „Samtök bæði verslunar í landinu og almennings eins og Neytendasamtökin og Alþýðusambandið auk Samkeppniseftirlitsins lögðust eindregið gegn frumvarpinu eins og það var. Eins slæmt og það var,“ segir Ólafur. Nefndin geri frumvarpið þrefalt verra fyrir verslunina og neytendur. „Innflytjendur munu þurfa að greiða meira fyrir innflutningskvótana og það fer að sjálfsögðu út í verðlagið. Enda er það tilgangurinn með þessum aðgerðum. Að vernda innlenda framleiðslu með því að gera útlendu framleiðsluna dýrari og þá geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni framleiðslu,“ segir Ólafur. Bæta ætti bændum og afurðastöðvum kórónukreppuna með sama hætti og örðum atvinnugreinum með almennum aðgerðum. „Bændur fái til dæmis beinan stuðning. Afurðastöðvar hafi aðgang að hinum almennu úrræðum eins og styrkjum, lánum og annað slíkt ef þær uppfylla skilyrðin.“ Í stað þess að senda neytendum reikninginn á sama tíma og tuttugu og fimm þúsund manns séu án atvinnu. „Horfðu á úr hvaða kjördæmum þingmennirnir í meirihluta atvinnuveganefndar koma. Þeir eru að ganga erinda þröngra sérhagsmuna. Það er nú bara svo einfalt,“ segir Ólafur Stephensen. Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. 3. desember 2020 19:20 Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Um síðustu áramót var breytt um aðferð við verðlagningu á tollakvóta á innfluttum landbúnaðarvörum. Það leiddi til þess að vörur eins og kalkúnabringur lækkuðu töluvert mikið í verði. Alþingi er hins vegar þessa stundina að afgreiða breytingu á búvörulögum sem mun fara með aðferðina aftur til fyrri vegar sem mun leiða til þess að innfluttar kalkúnabringur og nautalundir til dæmis munu hækka í verði um mörg hundruð krónur hvert kíló. Hér varð fréttamanni fótaskortur á tungunni því um er að ræða kalkúnabringur en ekki kjúklingabringur í þessu tilviki. Breytingarnar áttu samkvæmt frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra að gilda í eitt ár til að bæta stöðu innlendrar framleiðslu vegna minni eftirspurnar í kórónuveirufaraldrinum. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda undrast að atvinnuveganefnd bæti um betur og legg til að breytingarnar vari í þrjú ár. Ólafur Stephensen segir meirihluta atvinnuveganefndar taka sérhagsmuni fram yfir hagsmuni neytenda með ákvörðun sinni.Stöð 2/Arnar „Samtök bæði verslunar í landinu og almennings eins og Neytendasamtökin og Alþýðusambandið auk Samkeppniseftirlitsins lögðust eindregið gegn frumvarpinu eins og það var. Eins slæmt og það var,“ segir Ólafur. Nefndin geri frumvarpið þrefalt verra fyrir verslunina og neytendur. „Innflytjendur munu þurfa að greiða meira fyrir innflutningskvótana og það fer að sjálfsögðu út í verðlagið. Enda er það tilgangurinn með þessum aðgerðum. Að vernda innlenda framleiðslu með því að gera útlendu framleiðsluna dýrari og þá geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni framleiðslu,“ segir Ólafur. Bæta ætti bændum og afurðastöðvum kórónukreppuna með sama hætti og örðum atvinnugreinum með almennum aðgerðum. „Bændur fái til dæmis beinan stuðning. Afurðastöðvar hafi aðgang að hinum almennu úrræðum eins og styrkjum, lánum og annað slíkt ef þær uppfylla skilyrðin.“ Í stað þess að senda neytendum reikninginn á sama tíma og tuttugu og fimm þúsund manns séu án atvinnu. „Horfðu á úr hvaða kjördæmum þingmennirnir í meirihluta atvinnuveganefndar koma. Þeir eru að ganga erinda þröngra sérhagsmuna. Það er nú bara svo einfalt,“ segir Ólafur Stephensen.
Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. 3. desember 2020 19:20 Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. 3. desember 2020 19:20
Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30
Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20