Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2020 13:42 Samfylkingin virðist ekki sjá neitt bogið við það að verja því fé sem það fær úr almannasjóðum til að auglýsa sig á Facebook Marks Zuckerberg. visir/egill Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent