Ellefu konur og tveir karlar leggja línurnar varðandi kynfræðslu barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir skipaði hópinn sem á að skila tillögum í febrúar. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu kynfræðslu í skólum. Ellefu konur og tveir karlar skipa hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann. Þar segir jafnframt að ráðherra hafi boðað til fundar með aðilum sem hafa látið sig málefnið varða í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendingu frá nemendum. Niðurstaða fundarins var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, leiðir starfshópinn sem á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021 Starfshópnum er m.a. falið að: • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fjögur í hópnum eru skipuð án tilnefningar en hin níu eru tilnefnd af opinberum stofnunum eða samtökum. Hópurinn er þannig skipaður: Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar, Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar, Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar, Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar, Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun, Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis, Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót, Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands. Kynlíf Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þar segir jafnframt að ráðherra hafi boðað til fundar með aðilum sem hafa látið sig málefnið varða í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendingu frá nemendum. Niðurstaða fundarins var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Sólborg Guðbrandsdóttir, sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, leiðir starfshópinn sem á að skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021 Starfshópnum er m.a. falið að: • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fjögur í hópnum eru skipuð án tilnefningar en hin níu eru tilnefnd af opinberum stofnunum eða samtökum. Hópurinn er þannig skipaður: Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar, Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar, Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar, Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar, Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun, Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis, Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót, Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.
Kynlíf Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira