47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 11:08 Sýnataka á heimavist farandverkamanna í Singapúr. epa/How Hwee Young Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000. Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira