Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 17:44 Kári Stefánsson telur ólíklegt að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fundist hefur í Bretlandi, sé ónæmt fyrir bóluefnum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. „Mér finnst harla ólíklegt og það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira sleppi fram hjá því ónæmissvari sem bóluefni valda. Það er mjög ólíklegt,“ sagði Kári Stefánsson í Reykjavík síðdegis í dag. Hann útskýrði að mörg afbrigði væru til af veirunni og mikið sé um stökkbreytingar sem ekki hafi verið þekktar í vor. „Það sem hann er að öllum líkindum að vitna til er veirustofn sem er með 33 stökkbreytingar ofan á þetta gamla afbrigði sem kom frá Ítalíu. Ef þið veltið fyrir ykkur hvernig samanburðurinn er á því við það sem við kölluðum frönsku veiruna, eða bláu, þá er hún með 14 stökkbreytingar ofan á þetta. En þetta höfum við séð og þetta hefur sést í Danmörku og hefur breiðst út þar,“ segir Kári. „En það er mjög lítið sem bendir til þess að þessi veira með þetta stökkbreytingarmynstur flýti sér miklu meira en önnur afbrigði af veirunni. En þó er sami möguleiki að þetta breiðist út ívið hraðar en það er ekkert sem skiptir meginmáli,“ segir Kári. Það sé yfirleitt þannig með veirur af þessari gerð að þegar þær stökkbreyti sér verði þær meira smitandi en valdi minni skaða. Hann varar fólk einnig við því að trúa öllu sem stjórnmálamenn segi um vísindi. „Það var breskur heilbrigðisráðherra, sem er fyrst og fremst stjórnmálamaður, sem er að flytja okkur fréttir af nýrri veiru. Ég held að það sé mjög skynsamlegt að hafa það sem þumalfingursreglu að trúa ekki einu einasta orði sem stjórnmálamenn segja um vísindi. Þegar þeir lýsa tilkomu nýrrar veiru held ég að maður eigi bara að halla sér aftur í sætinu, horfa út um gluggann og njóta þess að sjá hvað er fallegt úti og ekki láta þetta trufla sig, hvorki á einn né annan máta,“ segir Kári. Kári segist ekki telja það skynsamlegt að slaka eigi frekar á sóttvarnaaðgerðum, þrátt fyrir að aðeins þrír hafi greinst smitaðir af veirunni hér á landi í gær. „Ég held að það væri afskaplega óskynsamlegt. Nú erum við að sigla inn í jólahátíðina þar sem menn koma mikið saman sem býður upp á að veiran geti breiðst út mjög hratt. Ég held að við eigum að standa á tánum, ég held að við eigum að teygja okkur eins langt og hægt er til þess að minnka samskipti manna á milli þannig að við komumst í gegn um afganginn af þessu ári án þess að fá nýja bylgju. Allt annað væri óskynsamlegt,“ segir Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Mér finnst harla ólíklegt og það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira sleppi fram hjá því ónæmissvari sem bóluefni valda. Það er mjög ólíklegt,“ sagði Kári Stefánsson í Reykjavík síðdegis í dag. Hann útskýrði að mörg afbrigði væru til af veirunni og mikið sé um stökkbreytingar sem ekki hafi verið þekktar í vor. „Það sem hann er að öllum líkindum að vitna til er veirustofn sem er með 33 stökkbreytingar ofan á þetta gamla afbrigði sem kom frá Ítalíu. Ef þið veltið fyrir ykkur hvernig samanburðurinn er á því við það sem við kölluðum frönsku veiruna, eða bláu, þá er hún með 14 stökkbreytingar ofan á þetta. En þetta höfum við séð og þetta hefur sést í Danmörku og hefur breiðst út þar,“ segir Kári. „En það er mjög lítið sem bendir til þess að þessi veira með þetta stökkbreytingarmynstur flýti sér miklu meira en önnur afbrigði af veirunni. En þó er sami möguleiki að þetta breiðist út ívið hraðar en það er ekkert sem skiptir meginmáli,“ segir Kári. Það sé yfirleitt þannig með veirur af þessari gerð að þegar þær stökkbreyti sér verði þær meira smitandi en valdi minni skaða. Hann varar fólk einnig við því að trúa öllu sem stjórnmálamenn segi um vísindi. „Það var breskur heilbrigðisráðherra, sem er fyrst og fremst stjórnmálamaður, sem er að flytja okkur fréttir af nýrri veiru. Ég held að það sé mjög skynsamlegt að hafa það sem þumalfingursreglu að trúa ekki einu einasta orði sem stjórnmálamenn segja um vísindi. Þegar þeir lýsa tilkomu nýrrar veiru held ég að maður eigi bara að halla sér aftur í sætinu, horfa út um gluggann og njóta þess að sjá hvað er fallegt úti og ekki láta þetta trufla sig, hvorki á einn né annan máta,“ segir Kári. Kári segist ekki telja það skynsamlegt að slaka eigi frekar á sóttvarnaaðgerðum, þrátt fyrir að aðeins þrír hafi greinst smitaðir af veirunni hér á landi í gær. „Ég held að það væri afskaplega óskynsamlegt. Nú erum við að sigla inn í jólahátíðina þar sem menn koma mikið saman sem býður upp á að veiran geti breiðst út mjög hratt. Ég held að við eigum að standa á tánum, ég held að við eigum að teygja okkur eins langt og hægt er til þess að minnka samskipti manna á milli þannig að við komumst í gegn um afganginn af þessu ári án þess að fá nýja bylgju. Allt annað væri óskynsamlegt,“ segir Kári Stefánsson.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59