Heimsmeistararnir geta enn spilað um fimmta sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 16:36 Bo Van Wetering átti flottan leik með hollenska landsliðinu í dag. EPA-EFE/BO AMSTRUP Hollensku heimsmeistararnir unnu öruggan sigur í síðasta leiknum sínum í milliriðli á EM í handbolta. Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira