Heimsmeistararnir geta enn spilað um fimmta sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 16:36 Bo Van Wetering átti flottan leik með hollenska landsliðinu í dag. EPA-EFE/BO AMSTRUP Hollensku heimsmeistararnir unnu öruggan sigur í síðasta leiknum sínum í milliriðli á EM í handbolta. Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Holland á enn möguleika á því að enda í þriðja sæti milliriðils tvö og þar með að spila um fimmta sætið á Evrópumótinu. Hollenska liðið vann sannfærandi ellefu marka stórsigur á Rúmeníu, 35-24, í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö. Rúmenía minnkaði muninn í tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks, 17-15, en hollenska liðið vann síðustu 26 mínútur leiksins 18-9. Holland er með jafnmörg stig og Króatía í öðru sæti en Króatar mæta Þýskalandi seinna í kvöld. Annað hvort Króatía og Þýskaland komast í undanúrslitin með Noregi en hollenska liðið stendur það illa í innbyrðis leikjum liðanna þriggja að þær eiga ekki möguleika á sæti í undanúrslitunum. Holland endar í þriðja sæti í riðlinum og spilar um fimmta sætið svo framarlega sem að Þýskaland vinnur ekki Króatíu á eftir. Hin 21 árs gamla Bo van Wetering var valin maður leiksins en hún skoraði átta mörk úr tólf skotum. Rúmenar hvíldu nokkra lykilmenn í leiknum og fyrirliðinn Cristina Neagu kom sem dæmi aldrei inn á völlinn. RESULT: @nedteamhandbal take a convincing 35:24 win vs #Romania and keep themselves in the running for the 5/6 placement match#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/QoZoK0Z6Oa— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 Spánn og Svartfjallaland gerðu 26-26 jafntefli í hinum milliriðlinum. Spænska liðið er komið upp í fimmta sæti riðilsins en Svíar eiga leik inni á móti Frakklandi seinna í dag. Spænska liðið náði ekki að vinna leik í milliriðlinum en var aldrei nærri því í dag enda sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Svartfjallaland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 20-20 þegar seinni hálfleikurinn var um það bil hálfnaður. Svartfellingar voru síðan með frumkvæðið á lokakafla leiksins en spænska liðið tryggði sér jafntefli með jöfnunarmarki Nereu Pena 75 sekúndum fyrir leikslok. Spænska landsliðið vann silfur á HM í fyrra en þetta mót hefur verið mikil vonbrigði hjá spænska landsliðinu. RESULT: A superb second half ends with a 26:26 draw between @rukometnisavez & @RFEBalonmano as both sides end their tournaments #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/WprlkMra5I— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira