Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 10:41 Biden sagði í gær tíma til kominn að horfa fram á við en á Twitter mátti enn sjá Trump slá frá sér í biturð. epa/Jim Lo Scalzo Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Athygli vakti að á sama tíma var Donald Trump, fráfarandi forseti, enn að halda því fram á Twitter að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Swing States that have found massive VOTER FRAUD, which is all of them, CANNOT LEGALLY CERTIFY these votes as complete & correct without committing a severely punishable crime. Everybody knows that dead people, below age people, illegal immigrants, fake signatures, prisoners,....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2020 Biden fordæmdi aftur á móti aðför Trump og stuðningsmanna hans að kosningunum og sagði þær samviskulausar. Þá sagði hann enga embættismenn eiga að þola þrýsting á borð við þann sem lagður hefði verið á suma að lýsa kosningarnar ólögætar. Biden sagði tímabært að snúa við blaðinu. „Við, fólkið, kaus,“ sagði hann. Kosningaferlið og stofnanir landsins hefðu staðist áhlaupið. „Og nú er tími til að horfa fram á við, eins og við höfum gert í gegnum söguna. Til að sameinast. Til að binda um sárt.“ Fólkið veitir stjórnmálamönnunum valdið Biden fagnaði mestu kosningaþátttöku í sögu þjóðarinnar og sagði hana einn mesta vitnisburðinn um borgaralega skyldu sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann séð. Því bæri að fagna, ekki fordæma. Þá sagðist hann þess fullviss að kosningaferlið myndi standa af sér atlöguna. „Ef einhver efaðist áður, þá vitum við það núna. Það sem bærist í brjósti bandarísku þjóðarinnar er þetta: Lýðræðið. Rétturinn til að heyrast. Til að atkvæðið þitt sé talið. Að velja leiðtoga þessarar þjóðar. Til að ráða okkur sjálf. Í Bandaríkjunum taka pólitíkusar ekki völdin; fólkið veitir þeim þau.“ „Ekkert getur slökkt þann loga“ Forsetinn verðandi sló þau einnig alvarlegri tón og varaði við því að næstu mánuðir yrðu erfiðir. „Við eigum mikilvægt verk fyrir höndum,“ sagði hann. „Að ná stjórn á faraldrinum og bólusetja þjóðina gegn vírusnum. Að veita efnahagsaðstoð sem svo marga Bandaríkjamenn skortir sárlega og síðan, að gera efnhag okkar betri en hann hefur nokkurn tímann verið.“ Þá kallaði hann eftir samstöðu meðal þjóðarinnar. „Við þurfum að standa saman sem Bandaríkjamenn, sjá hvort annað; sársauka okkar, erfiðleika, vonir og drauma. Við erum mikil þjóð. Við erum gott fólk,“ sagði hann. „Fyrir löngu var eldur lýðræðisins kveiktur hjá þessari þjóð. Og nú vitum við að ekkert; hvorki heimsfaraldur né misbeiting valds, getur slökkt þann loga.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28