Segir frumvarp um kynrænt sjálfræði ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins mótmæltu frumvarpi um kynrænt sjálfræði í pontu Alþingis undir kvöld. Frumvarpinu er ætlað að banna ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og Miðflokksmenn eru sagðir standa einir gegn því á Alþingi. Þingkona Viðreisnar sagði málflutning þeirra eins og verið væri að ræða við menn sem hafi verið að stíga út úr tímavél. Mótmæli Miðflokksins snúa í grunninn að börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og eru látin ganga í gegnum lyfjagjöf og aðgerð eftir að foreldrar ákveða kyn þeirra. Meðal annars stigu Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason í pontu og lýstu yfir áhyggjum sínum vegna málsins. Þar á meðal vegna mögulegs eineltis. Bergþór sagði málið undarlegt og tengdi það við fóstureyðingar. Staðhæfði hann að ákveðnir þingmenn væru þeirrar skoðunar að „barn megi deyða í móðurkviði, alveg fram að fæðingu en strax þegar barnið sé fætt, þá megi ekki lækna það.“ Rætt var við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigmundur skrifaði pistil um málið í gær þar sem hann hélt því fram að verið væri að keyra frumvarpið í gegn án umræðu í samfélaginu. Samtökin 78 og Mannréttindaskrifstofa Íslands sendu inni umsagnir þar sem lýst var yfir stuðningi við frumvarpið. Sigmundur sagði í fréttunum í kvöld að málið snerist ekki um réttindi transfólks eða intersex fólks. „Þetta er ómanneskjulegt, fornaldarlegt öfgamál sem felur í sér að börn fá ekki lengur lækningu við meðfæddum kvillum, sem að þó eru í sumum tilfellum auðlæknanlegir, og börn hafa fengið lausn sinna mála hvað þetta varða áratugum saman og notið meiri lífsgæða fyrir vikið. Nú á að koma í veg fyrir það. Í rauninni leggja ban við slíkri lyfjagjöf og slíkum aðgerðum og gera það undir merkjum einhvers allt annars.“ Segir Miðflokksmenn eina á báti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, sagði engan á þinginu sammála þeim Miðflokksmönnum. Það væri eini flokkurinn sem stæði gegn þessu. Allar umsagnir væru jákvæðar. „Málið er unnið í Forsætisráðuneytinu og þetta mál snýst einmitt um það að afnema þessa ljótu forsögu um að börn séu látin sæta óafturkræfum aðgerðum gegn vilja sínum.“ Hún sagði þetta mjög augljóst réttindamál og allir ættu að vera, og væru í rauninni, sammála um. „Mér finnst eins og, nú er ég búinn að hlusta á Miðflokkinn hérna í kvöld, eins og maður sé að tala við menn sem eru að stíga út úr tímavél.“ Þá bætti Sigmundur við að fólk ætti að lesa um málið og fullyrti að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins hefði gert það. Annars myndu þeir ekki styðja við frumvarpið. Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Mannréttindi Málefni transfólks Tengdar fréttir Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21. ágúst 2020 12:48 Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 „Það er allt gert kynferðislegt þegar það kemur að hinsegin fólki“ Tónlistarkonan Skaði Þórðardóttir lýsir því á Facebook-síðu sinni hvernig það er raunverulega fyrir transfólk að sækja sundstaði. Hún segir margt hafa breyst til hins betra en transfólk þurfi oft að vera í stöðugri baráttu fyrir tilvistarrétti sínum. 24. júlí 2019 15:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingkona Viðreisnar sagði málflutning þeirra eins og verið væri að ræða við menn sem hafi verið að stíga út úr tímavél. Mótmæli Miðflokksins snúa í grunninn að börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og eru látin ganga í gegnum lyfjagjöf og aðgerð eftir að foreldrar ákveða kyn þeirra. Meðal annars stigu Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason í pontu og lýstu yfir áhyggjum sínum vegna málsins. Þar á meðal vegna mögulegs eineltis. Bergþór sagði málið undarlegt og tengdi það við fóstureyðingar. Staðhæfði hann að ákveðnir þingmenn væru þeirrar skoðunar að „barn megi deyða í móðurkviði, alveg fram að fæðingu en strax þegar barnið sé fætt, þá megi ekki lækna það.“ Rætt var við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigmundur skrifaði pistil um málið í gær þar sem hann hélt því fram að verið væri að keyra frumvarpið í gegn án umræðu í samfélaginu. Samtökin 78 og Mannréttindaskrifstofa Íslands sendu inni umsagnir þar sem lýst var yfir stuðningi við frumvarpið. Sigmundur sagði í fréttunum í kvöld að málið snerist ekki um réttindi transfólks eða intersex fólks. „Þetta er ómanneskjulegt, fornaldarlegt öfgamál sem felur í sér að börn fá ekki lengur lækningu við meðfæddum kvillum, sem að þó eru í sumum tilfellum auðlæknanlegir, og börn hafa fengið lausn sinna mála hvað þetta varða áratugum saman og notið meiri lífsgæða fyrir vikið. Nú á að koma í veg fyrir það. Í rauninni leggja ban við slíkri lyfjagjöf og slíkum aðgerðum og gera það undir merkjum einhvers allt annars.“ Segir Miðflokksmenn eina á báti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, sagði engan á þinginu sammála þeim Miðflokksmönnum. Það væri eini flokkurinn sem stæði gegn þessu. Allar umsagnir væru jákvæðar. „Málið er unnið í Forsætisráðuneytinu og þetta mál snýst einmitt um það að afnema þessa ljótu forsögu um að börn séu látin sæta óafturkræfum aðgerðum gegn vilja sínum.“ Hún sagði þetta mjög augljóst réttindamál og allir ættu að vera, og væru í rauninni, sammála um. „Mér finnst eins og, nú er ég búinn að hlusta á Miðflokkinn hérna í kvöld, eins og maður sé að tala við menn sem eru að stíga út úr tímavél.“ Þá bætti Sigmundur við að fólk ætti að lesa um málið og fullyrti að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins hefði gert það. Annars myndu þeir ekki styðja við frumvarpið.
Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Mannréttindi Málefni transfólks Tengdar fréttir Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21. ágúst 2020 12:48 Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 „Það er allt gert kynferðislegt þegar það kemur að hinsegin fólki“ Tónlistarkonan Skaði Þórðardóttir lýsir því á Facebook-síðu sinni hvernig það er raunverulega fyrir transfólk að sækja sundstaði. Hún segir margt hafa breyst til hins betra en transfólk þurfi oft að vera í stöðugri baráttu fyrir tilvistarrétti sínum. 24. júlí 2019 15:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. 21. ágúst 2020 12:48
Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00
Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29
„Það er allt gert kynferðislegt þegar það kemur að hinsegin fólki“ Tónlistarkonan Skaði Þórðardóttir lýsir því á Facebook-síðu sinni hvernig það er raunverulega fyrir transfólk að sækja sundstaði. Hún segir margt hafa breyst til hins betra en transfólk þurfi oft að vera í stöðugri baráttu fyrir tilvistarrétti sínum. 24. júlí 2019 15:45