Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 18:52 Sundlaugastarfsmenn hafa verið í miklum vandræðum við að fylgja eftir fjöldatakmörkunum í heitum pottum. Vísir/Vilhelm Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera. Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að starfsmenn hafi átt fullt í fangi með að reyna að koma í veg fyrir slík brot. „Starfsmenn hafa verið að biðja fólk að virða tilmæli um fjöldatakmarkanir og hversu margir eru skráðir á hvern pott og hversu margir mega vera en annað hvort hlustar fólk ekki eða er með derring,“ segir Anna Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að engar raðir hafi myndast fyrir utan laugina frá því að hún hafi verið opnuð á fimmtudaginn síðastliðinn en þá höfðu sundlaugar verið lokaðar frá 7. október. „Við erum í raun ekki að nýta þessi 50 prósent sem við megum vera með. Engu að síður er einhver vegin troðningur í pottum og það var nú bara núna í vikunni sem Sundhöllin þurfti að minnka við sig og mega ekki lengur taka á móti 50 prósent nýtingu þar sem var í raun troðningur í pottum.“ Hátíðirnar sem eru við það að skella á eru mikill sundtími og segir Anna að brugðist verði með því með lengri opnunartíma. „Venjulega hefur verið opið frá átt til eitt á aðfangadag og gamlársdag og það eru miklir sunddagar. Við höfum ákveðið að opna fyrr þá daga, við opnum klukkan 6:30 þá daga. Eins verða í fyrsta skipti núna allar sundlaugar opnar annan í jólum og á nýársdag en venjan hefur veri að hafa bara nokkrar opnar á þeim dögum,“ segir Anna Kristín. Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Anna Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að starfsmenn hafi átt fullt í fangi með að reyna að koma í veg fyrir slík brot. „Starfsmenn hafa verið að biðja fólk að virða tilmæli um fjöldatakmarkanir og hversu margir eru skráðir á hvern pott og hversu margir mega vera en annað hvort hlustar fólk ekki eða er með derring,“ segir Anna Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að engar raðir hafi myndast fyrir utan laugina frá því að hún hafi verið opnuð á fimmtudaginn síðastliðinn en þá höfðu sundlaugar verið lokaðar frá 7. október. „Við erum í raun ekki að nýta þessi 50 prósent sem við megum vera með. Engu að síður er einhver vegin troðningur í pottum og það var nú bara núna í vikunni sem Sundhöllin þurfti að minnka við sig og mega ekki lengur taka á móti 50 prósent nýtingu þar sem var í raun troðningur í pottum.“ Hátíðirnar sem eru við það að skella á eru mikill sundtími og segir Anna að brugðist verði með því með lengri opnunartíma. „Venjulega hefur verið opið frá átt til eitt á aðfangadag og gamlársdag og það eru miklir sunddagar. Við höfum ákveðið að opna fyrr þá daga, við opnum klukkan 6:30 þá daga. Eins verða í fyrsta skipti núna allar sundlaugar opnar annan í jólum og á nýársdag en venjan hefur veri að hafa bara nokkrar opnar á þeim dögum,“ segir Anna Kristín.
Sundlaugar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. 11. desember 2020 07:51
Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. 10. desember 2020 18:08
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11