Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 18:03 Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum. EPA/YURI KOCHETKOV Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. Fimm aðrir menn á vegum FSB eru sagðir hafa stutt mennina þrjá og einhverjir þeirra fóru jafnvel einnig til Omsk, þar sem Navalní var lagður inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Rannsóknarteymið mun hafa komist yfir mikið magn síma- og ferðagagna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní sjálfur hefur staðhæft að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á tilræðinu. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka þó fyrir það. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í síðasta mánuði að ekkert eitur hefði fundist í Navalní, þegar hann var á sjúkrahúsi þar, og að líklegast hafi taugaeitrið borist í hann þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Sjá einnig: Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Útsendarar FSB eru sagðir hafa byrjað að fylgja Navalní árið 2017, þegar hann tilkynnti fyrst að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Rússlands. Gögn sýna að síðan þá hafi meðlimir sveitar FSB, sem sérhæfa sig í meðhöndlun eiturefna, hafa elt Navalní og minnst þrjátíu sinnum hafa meðlimir sveitarinnar deilt flugvél með honum. Áðurnefnd rannsókn sýndi fram á að margir mannanna sem hafa verið að fylgjast með Navalní starfa hjá rannsóknarstofnun FSB, þar sem talið er að eitur séu þróuð, samkvæmt frétt Guardian. Bellingcat segir að þar séu eiturefni þróuð og að í raun hafi efnavopnaáætlun Rússlands verið færð undir stofnunina í leyni. Henni sé stýrt af sérfræðingi í efnavopnum og þar starfi aðrir sérfræðingar, læknar og njósnarar. Stofnunin tengd við morð Litvinenko Yfirvöld í Bretlandi höfðu árið 2016 tengt þá stofnun við morð Alexander Litvinenko, fyrrverandi útsendarar FSB sem var myrtur í London árið 2006 með geislavirku tei. Bretar hafa rakið morðið til Pútíns og hafa sakað tvo útsendara FSB um það. Þá hafa Bretar einnig sakað tvo útsendara GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, um að hafa eitrað fyrir öðrum fyrrverandi starfsmanni GRU, Sergei Skripal, í Salisbury árið 2018. Þá komust rannsakendur Bellingcat að þeirri niðurstöðu að mennirnir tveir störfuðu hjá GRU, og var það svo staðfest af yfirvöldum Bretlands. Navalní hefur tjáð sig um rannsóknina í löngu myndbandi á Youtube. Þar segir hann að svona aðgerð gæti ekki verið framkvæmd án samþykkis Pútíns. Hann segir einnig í myndbandinu að hann telji sig nú vita hvenær eitrað var fyrir honum. Kvöldið áður en hann veiktist hafði hann fengið sér kokteil á hóteli en þótt bragðið af honum svo undarlegt að hann tók einungis nokkra sopa. Samkvæmt miðlunum sem koma að rannsóknin sína símagögn að það kvöld áttu þessir meintu útsendarar FSB í miklum samskiptum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fimm aðrir menn á vegum FSB eru sagðir hafa stutt mennina þrjá og einhverjir þeirra fóru jafnvel einnig til Omsk, þar sem Navalní var lagður inn á sjúkrahús. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Rannsóknarteymið mun hafa komist yfir mikið magn síma- og ferðagagna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní sjálfur hefur staðhæft að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, beri ábyrgð á tilræðinu. Yfirvöld í Rússlandi þvertaka þó fyrir það. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í síðasta mánuði að ekkert eitur hefði fundist í Navalní, þegar hann var á sjúkrahúsi þar, og að líklegast hafi taugaeitrið borist í hann þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. Sjá einnig: Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Útsendarar FSB eru sagðir hafa byrjað að fylgja Navalní árið 2017, þegar hann tilkynnti fyrst að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Rússlands. Gögn sýna að síðan þá hafi meðlimir sveitar FSB, sem sérhæfa sig í meðhöndlun eiturefna, hafa elt Navalní og minnst þrjátíu sinnum hafa meðlimir sveitarinnar deilt flugvél með honum. Áðurnefnd rannsókn sýndi fram á að margir mannanna sem hafa verið að fylgjast með Navalní starfa hjá rannsóknarstofnun FSB, þar sem talið er að eitur séu þróuð, samkvæmt frétt Guardian. Bellingcat segir að þar séu eiturefni þróuð og að í raun hafi efnavopnaáætlun Rússlands verið færð undir stofnunina í leyni. Henni sé stýrt af sérfræðingi í efnavopnum og þar starfi aðrir sérfræðingar, læknar og njósnarar. Stofnunin tengd við morð Litvinenko Yfirvöld í Bretlandi höfðu árið 2016 tengt þá stofnun við morð Alexander Litvinenko, fyrrverandi útsendarar FSB sem var myrtur í London árið 2006 með geislavirku tei. Bretar hafa rakið morðið til Pútíns og hafa sakað tvo útsendara FSB um það. Þá hafa Bretar einnig sakað tvo útsendara GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, um að hafa eitrað fyrir öðrum fyrrverandi starfsmanni GRU, Sergei Skripal, í Salisbury árið 2018. Þá komust rannsakendur Bellingcat að þeirri niðurstöðu að mennirnir tveir störfuðu hjá GRU, og var það svo staðfest af yfirvöldum Bretlands. Navalní hefur tjáð sig um rannsóknina í löngu myndbandi á Youtube. Þar segir hann að svona aðgerð gæti ekki verið framkvæmd án samþykkis Pútíns. Hann segir einnig í myndbandinu að hann telji sig nú vita hvenær eitrað var fyrir honum. Kvöldið áður en hann veiktist hafði hann fengið sér kokteil á hóteli en þótt bragðið af honum svo undarlegt að hann tók einungis nokkra sopa. Samkvæmt miðlunum sem koma að rannsóknin sína símagögn að það kvöld áttu þessir meintu útsendarar FSB í miklum samskiptum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. 7. október 2020 13:05
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Eitrað fyrir Navalny með nýrri tegund Novichok Þýskir rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eitrað var fyrir Alexei Navalny með nýrri tegund taugaeitursins Novichok. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. 9. september 2020 22:50