Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2020 14:12 Umræddir stólar sem eitt sinn prýddu Skelfiskmarkaðinn. Björn Árnason Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31