Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 20:46 Jill Biden er hámenntaður kennari og hyggst halda áfram störfum eftir að eiginmaður hennar sver embættiseið. epa/Luong Thai Linh Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira