Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 22:51 Ungverskir læknar við störf á gjörgæsludeild fyrir Covid-19 sjúklinga. epa/Zoltan Balogh Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. „Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
„Langvarandi Covid-19“ er talið hrjá um tíu prósent einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og um tuttugu prósent 70 ára og eldri. Rannsakendur við Yale University í Bandaríkjunum hafa komist að því að Covid-19 sjúklingar virðast vera með mikið magn „ringlaðra“ mótefna í blóðinu sem ráðast gegn líffærum, vefjum og ónæmiskerfinu sjálfu í stað þess að ráðast á SARS-CoV-2, veiruna sem veldur Covid-19. Þegar þeir báru saman mótefnasvarið í sjúklingum annars vegar og heilbrigðum einstaklingum hins vegar kom í ljós mergð þessara óhefðbundnu mótefna í fyrrnefnda hópnum, sem komu í veg fyrir að líkaminn barðist við veiruna, þurrkuðu út hjálplegar ónæmisfrumur og réðust í raun gegn líkamanum á ýmsum vígstöðvum; í heilanum, æðum, lifrinni og meltingarfærunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að eftir því sem meira magn fannst af svokölluðu „sjálfsmótefni“ í blóðinu, því þyngra virtist sjúkdómurinn leggjast á fólk. Covid-19 smitaðir reyndust raunar með meira magn sjálfsmótefna en einstaklingar með rauða úlfa, sem er sjálfsónæmissjúkdómur sem orsakast af áþekkum „ringluðum“ mótefnum. Aðgerðir gegn Covid-19 hafa ekki bara snúist um að fækka dauðsföllum og vernda heilbrigðiskerfið, heldur einnig að forða sem flestum frá því að fá sjúkdóminn. Afleiðingar hans geta varað langan tíma.epa/Kimimasa Mayama Réðust gegn gagnlegu ónæmisfrumunum Guardian hefur eftir Aaron Ring, ónæmissérfræðingi við Yale, að sjálfsmótefnin trufli eðlileg ónæmisviðbrögð líkamans gegn veirunni. Umrædd mótefni séu sannarlega skaðleg og áhrifa þeirra gæti mögulega löngu eftir að veirusýkingin sé yfirstaðin, sem útskýri langvarandi Covid-19. Sum sjálfsmótefnin voru til staðar þegar viðkomandi smituðust af Covid-19 en önnur birtust og sóttu í sig veðrið þegar leið á sjúkdóminn. Fleiri en fimm prósent sjúklinga með Covid-19 sem tóku þátt í rannsókninni voru með sjálfsmótefni sem drógu úr ónæmisvörnum af völdum interferón-prótína. Umræddir sjúklingar urðu veikari en aðrir. Í sumum tilvikum réðust sjálfsmótefnin á B-frumur sem framleiða mótefni gegn veirunni og í einum sjúklingi virtust sjálfsmótefnin þurrka út T-frumur viðkomandi. Gigt, rauðir úlfar og MS eru meðal þeirra sjúkdóma sem einkennast af því að ónæmiskerfið ræðst gegn líkamanum. Minna er vitað um þátt sjálfsmótefna í tengslum við veirusýkingar en verið er að rannsaka þátt þeirra á langtímaáhrif einkenna sjúkdóma á borð við Ebólu. Danny Altman, prófessor í ónæmislíffræði við Imperial College London, segist telja líklegt að sjálfsmótefnin séu svarið við ráðgátunni um langvarandi Covid-19. Hann segir verkefnið framundan að rannsaka ónæmisviðbrögð þeirra sem þjást af einkennum löngu eftir að sjúkdómurinn er læknaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira