Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 10:21 Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum í gærkvöldi. Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30
Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00