Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 07:13 Lögregla fékk þónokkrar ábendingar um hávaða í nótt. Vísir/Vilhelm Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira